Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir til að framleiða mjólk fyrir barnið.

Nýlega var gerð rannsókn á næringarefnainnihaldi í íslenskri brjóstamjólk. Veik tengsl sáust milli A-vítamínneyslu móður og magns þess í brjóstamjólk. Hins vegar var ekki hægt að finna tengsl milli D-vítamínneyslu móður og þess magns sem skilaði sér út í brjóstamjólkina. Ástæðan er sennilega sú að mæðurnar voru allar í góðu næringarástandi og höfðu því nægan forða til að framleiða mjólk með góðu næringarefnainnihaldi. Rannsóknin sýndi hins vegar að D-vítamín í íslenskri brjóstamjólk var mun meira en áður hafði verið gert ráð fyrir, eða 0,19 míkrógrömm í 100g í stað 0,04 míkrógramm/100g sem er sá styrkur D-vítamíns sem gefinn er upp í bresku næringarefnatöflunum. (Míkrógramm er einn milljónasti hluti úr grammi).

Þó svo að rannsóknin á íslenskri móðurmjólk hafi sýnt að D-vítamín í henni væri meira en áður var talið er ekki forsenda fyrir því eins og er að hætta að gefa ungbörnum A- og D-vítamíndropa eins og almennt er ráðlagt í dag. Almennt hefur verið talið að öll börn þarfnist aukaskammts af D-vítamíni fyrsta árið, sér í lagi hér á Íslandi þar sem myndun D-vítamíns af völdum sólarljóss er af skornum skammti. D-vítamín er nauðsynlegt til að bein barnsins þroskist og styrkist á eðlilegan hátt.

Til gamans má þó geta þess að niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar sýndu að neysla móður hafði áhrif á fitusýrusamsetningu móðurmjólkurinnar. Fylgni fannst milli neyslu á omega-3 fitusýrum og magni þeirra í brjóstamjólkinni. Það var því greinilega hægt að sjá í brjóstamjólkinni hvort móðirin tók lýsi (lýsi inniheldur mikið magn af omega-3 fitusýrum). Omega-3 fitusýrur eru fjölómettaðar fitusýrur sem eru meðal annars mikilvægar fyrir þroska taugakerfisins.

Með góðu mataræði ætti móðirin að geta fullnægt þörfum sínum fyrir næringarefni og um leið tryggt að móðurmjólkin sé vel samsett með tilliti til næringarefna. Fimm millilítrar af þorskalýsi gefa mjólkandi mæðrum rúmlega ráðlagðan dagskammt (RDS) af A- og D-vítamíni*. Með því að gefa barninu A- og D-vítamín dropa ásamt móðurmjólkinni er þörfum þess fyrir næringarefni fyrstu mánuðina einnig fullnægt.

*RDS fyrir konur með barn á brjósti er 1200 míkrógrömm fyrir A-vítamín og 10 míkrógrömm fyrir D-vítamín.

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Jóna Bjarnadóttir

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=213.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 9. mars). Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=213

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?
Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir til að framleiða mjólk fyrir barnið.

Nýlega var gerð rannsókn á næringarefnainnihaldi í íslenskri brjóstamjólk. Veik tengsl sáust milli A-vítamínneyslu móður og magns þess í brjóstamjólk. Hins vegar var ekki hægt að finna tengsl milli D-vítamínneyslu móður og þess magns sem skilaði sér út í brjóstamjólkina. Ástæðan er sennilega sú að mæðurnar voru allar í góðu næringarástandi og höfðu því nægan forða til að framleiða mjólk með góðu næringarefnainnihaldi. Rannsóknin sýndi hins vegar að D-vítamín í íslenskri brjóstamjólk var mun meira en áður hafði verið gert ráð fyrir, eða 0,19 míkrógrömm í 100g í stað 0,04 míkrógramm/100g sem er sá styrkur D-vítamíns sem gefinn er upp í bresku næringarefnatöflunum. (Míkrógramm er einn milljónasti hluti úr grammi).

Þó svo að rannsóknin á íslenskri móðurmjólk hafi sýnt að D-vítamín í henni væri meira en áður var talið er ekki forsenda fyrir því eins og er að hætta að gefa ungbörnum A- og D-vítamíndropa eins og almennt er ráðlagt í dag. Almennt hefur verið talið að öll börn þarfnist aukaskammts af D-vítamíni fyrsta árið, sér í lagi hér á Íslandi þar sem myndun D-vítamíns af völdum sólarljóss er af skornum skammti. D-vítamín er nauðsynlegt til að bein barnsins þroskist og styrkist á eðlilegan hátt.

Til gamans má þó geta þess að niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar sýndu að neysla móður hafði áhrif á fitusýrusamsetningu móðurmjólkurinnar. Fylgni fannst milli neyslu á omega-3 fitusýrum og magni þeirra í brjóstamjólkinni. Það var því greinilega hægt að sjá í brjóstamjólkinni hvort móðirin tók lýsi (lýsi inniheldur mikið magn af omega-3 fitusýrum). Omega-3 fitusýrur eru fjölómettaðar fitusýrur sem eru meðal annars mikilvægar fyrir þroska taugakerfisins.

Með góðu mataræði ætti móðirin að geta fullnægt þörfum sínum fyrir næringarefni og um leið tryggt að móðurmjólkin sé vel samsett með tilliti til næringarefna. Fimm millilítrar af þorskalýsi gefa mjólkandi mæðrum rúmlega ráðlagðan dagskammt (RDS) af A- og D-vítamíni*. Með því að gefa barninu A- og D-vítamín dropa ásamt móðurmjólkinni er þörfum þess fyrir næringarefni fyrstu mánuðina einnig fullnægt.

*RDS fyrir konur með barn á brjósti er 1200 míkrógrömm fyrir A-vítamín og 10 míkrógrömm fyrir D-vítamín.

...