Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið lygalaupur?

Orðið lygalaupur er ekki mjög gamalt í málinu, að minnsta kosti ekki í rituðu máli. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 19. öld. Lygalaupur er sá sem lýgur miklu, er stórlygari. Síðari liður orðsins merkir fyrst og fremst 'meis, grindakassi undir hey' en getur einnig merkt 'óáreiðanlegur maður'. Í þeirri merkingu eru til dæmi um laup frá því um miðja 19. öld. Fyrri liðurinn lyga- er hér í herðandi merkingu, það er 'óáreiðanlegur maður sem lýgur mikið'.Mynd: HB

Útgáfudagur

21.2.2002

Spyrjandi

Sandra Dögg Jónsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið lygalaupur?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2002. Sótt 20. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=2132.

Guðrún Kvaran. (2002, 21. febrúar). Hvaðan kemur orðið lygalaupur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2132

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið lygalaupur?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2002. Vefsíða. 20. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2132>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.