Histamín myndast við efnabreytingar á amínósýrunni histidíni. Ef matvæli eru geymd á rangan hátt, til dæmis við of hátt hitastig í langan tíma, geta bakteríur stuðlað að myndun histamíns og annarra amína. Matvæli sem innihalda of mikið af histamíni geta valdið matareitunum. Mikil histamínmyndun getur átt sér stað í vissum fiskafurðum og valdið svonefndri skombroíðeitrun.
Eituráhrif geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki allt frá óþægindum á húð upp í ógleði, uppköst og niðurgang. Einkenni eitrunar getur verið roði í andliti, á hálsi og bringu, höfuðverkur, ógleði, uppköst, magaverkir, bólgnar varir og kláði. Í sumum tilfellum finnur fólk fyrir kláða, svima og í verri tilfellum valda eituráhrifin taugaáfalli, sársauka í lungum og truflunum á andardrætti.
Til að koma í veg fyrir histamínmyndun í matvælum er hægt að fylgja nokkrum einföldum reglum.- Setja kælivörur strax í ísskáp eftir innkaupaferðir.
- Geyma kælivörur við 0-4°C.
- Kæla matarafganga strax að máltíð lokinni.
- Viðkvæmra matvæla ætti ekki að neyta eftir síðasta söludag.
- Þíða frosinn mat í ísskáp eða á köldum stað.
- Hafa matinn í ílátum við geymslu til að tryggja að ekkert leki yfir í önnur matvæli.
- Hafa hreinlæti í fyrirrúmi.
- Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju? eftir Stefán B. Sigurðsson
- 3rd State of the Perl Onion. Sótt 22.1.1010.
Þetta svar er örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um histamín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.