Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Sigríður Jónsdóttir

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur málmsins, en skurðurinn verður á nokkrum sekúndum mattur. Það er vegna þess að vatnsgufan í andrúmsloftinu hvarfast við yfirborðið og við hvarfið myndast örþunn húð af NaOH (natrínhýdroxíði) á yfirborði málmsins. Þetta sýnir vel hve hvarfgjarn málmur natrín er. Efnahvarfið sem á sér stað má tákna með eftirfarandi efnajöfnu:
2 Na(s) + 2 H2O(g) --> 2 NaOH(s) + H2(g)
Ef þetta væri framkvæmt í algjöru myrkri mætti sjá dauft grænt ljós sem fylgir þessu hvarfi, svokallaða hvarfljómun (e. chemiluminescence). Þar sem hvarfið er útvermið fylgir því auk þess varmamyndun og hitun.

Þegar bútur af natríni er settur í vatn verður ofangreint efnahvarf afar öflugt þar sem vatnið er ekki lengur takmarkandi þáttur í hvarfinu. Varminn sem myndast dugar til að bræða natrínmálminn, þannig að hann verður að litlum glansandi dropa á yfirborði vatnsins og þeytist fram og aftur á vatnsyfirborðinu. Ástæða þess að dropinn fer upp á yfirborðið er sú að vetnið sem myndast leitar upp og tekur dropann með sér. Ef varminn nær ekki að komast í burtu og vetnismyndunin er mikil getur það dugað til að koma af stað bruna vetnisgassins þegar það kemst í snertingu við andrúmsloftið. Það gerist með tilheyrandi hvelli og blossa samkvæmt efnahvarfinu:
2 H2(g) + O2(g) ---> 2 H2O (g)
Það er því ekki natrín sem brennur heldur vetnisgas og natrínhýdroxíðið sem myndast þegar natríum hvarfast við vatn.

Smellið hér til að sjá myndskeið (.mpeg; 173KB) af því sem gerist þegar natrínbútur er settur út í vatn. Fróðlegt getur verið að skoða myndarammana hvern um sig eða skoða myndina hægt.Myndband: Heimasíða efnafræðideildar Háskólans í Siegen, Þýskalandi.

Skemmtileg síða með myndböndum af ýmsum efnafræðitilraunum.

Ljósmyndin í svarinu er tekin af myndbandinu hjá Háskólanum í Siegen.

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

22.2.2002

Spyrjandi

Emil Harðarson, f. 1988

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2002. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2136.

Sigríður Jónsdóttir. (2002, 22. febrúar). Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2136

Sigríður Jónsdóttir. „Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2002. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2136>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?
Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur málmsins, en skurðurinn verður á nokkrum sekúndum mattur. Það er vegna þess að vatnsgufan í andrúmsloftinu hvarfast við yfirborðið og við hvarfið myndast örþunn húð af NaOH (natrínhýdroxíði) á yfirborði málmsins. Þetta sýnir vel hve hvarfgjarn málmur natrín er. Efnahvarfið sem á sér stað má tákna með eftirfarandi efnajöfnu:

2 Na(s) + 2 H2O(g) --> 2 NaOH(s) + H2(g)
Ef þetta væri framkvæmt í algjöru myrkri mætti sjá dauft grænt ljós sem fylgir þessu hvarfi, svokallaða hvarfljómun (e. chemiluminescence). Þar sem hvarfið er útvermið fylgir því auk þess varmamyndun og hitun.

Þegar bútur af natríni er settur í vatn verður ofangreint efnahvarf afar öflugt þar sem vatnið er ekki lengur takmarkandi þáttur í hvarfinu. Varminn sem myndast dugar til að bræða natrínmálminn, þannig að hann verður að litlum glansandi dropa á yfirborði vatnsins og þeytist fram og aftur á vatnsyfirborðinu. Ástæða þess að dropinn fer upp á yfirborðið er sú að vetnið sem myndast leitar upp og tekur dropann með sér. Ef varminn nær ekki að komast í burtu og vetnismyndunin er mikil getur það dugað til að koma af stað bruna vetnisgassins þegar það kemst í snertingu við andrúmsloftið. Það gerist með tilheyrandi hvelli og blossa samkvæmt efnahvarfinu:
2 H2(g) + O2(g) ---> 2 H2O (g)
Það er því ekki natrín sem brennur heldur vetnisgas og natrínhýdroxíðið sem myndast þegar natríum hvarfast við vatn.

Smellið hér til að sjá myndskeið (.mpeg; 173KB) af því sem gerist þegar natrínbútur er settur út í vatn. Fróðlegt getur verið að skoða myndarammana hvern um sig eða skoða myndina hægt.Myndband: Heimasíða efnafræðideildar Háskólans í Siegen, Þýskalandi.

Skemmtileg síða með myndböndum af ýmsum efnafræðitilraunum.

Ljósmyndin í svarinu er tekin af myndbandinu hjá Háskólanum í Siegen....