Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?

Jón Már Halldórsson


Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir.

Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ef honum er sleppt á hvolfi þá snýr hann skrokkinum við þannig að hann byrjar á því að snúa löppunum í átt til jarðar áður en hann réttir sig fullkomlega við.

Þessi hæfileiki smárra kattardýra er ákaflega mikilvægur í lífsbaráttunni því hann gefur þeim færi á að verjast falli og bregðast fljótt við eftir að þau eru lent. Ef kötturinn kemur niður á löppunum er hann eldfljótur að hlaupa á brott frá stærri rándýrum eða stökkva á bráð sína.

Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til þess að lenda á fótunum. Hann hefur ekkert að spyrna í! Hreyfingarnar sem kötturinn beitir í fallinu eru því býsna flóknar og eru þær sýndar að nokkru leyti á myndinni hér á undan. Hún er tekin úr kennslubók í eðlisfræði fyrir fyrsta ár í háskóla þar sem fjallað er meðal annars um varðveislu hverfiþungans sem svo er kölluð.

Mynd: Benson, Harris, University Physics.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2002

Spyrjandi

Ólafía Sveinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2139.

Jón Már Halldórsson. (2002, 25. febrúar). Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2139

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2139>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?

Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir.

Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ef honum er sleppt á hvolfi þá snýr hann skrokkinum við þannig að hann byrjar á því að snúa löppunum í átt til jarðar áður en hann réttir sig fullkomlega við.

Þessi hæfileiki smárra kattardýra er ákaflega mikilvægur í lífsbaráttunni því hann gefur þeim færi á að verjast falli og bregðast fljótt við eftir að þau eru lent. Ef kötturinn kemur niður á löppunum er hann eldfljótur að hlaupa á brott frá stærri rándýrum eða stökkva á bráð sína.

Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til þess að lenda á fótunum. Hann hefur ekkert að spyrna í! Hreyfingarnar sem kötturinn beitir í fallinu eru því býsna flóknar og eru þær sýndar að nokkru leyti á myndinni hér á undan. Hún er tekin úr kennslubók í eðlisfræði fyrir fyrsta ár í háskóla þar sem fjallað er meðal annars um varðveislu hverfiþungans sem svo er kölluð.

Mynd: Benson, Harris, University Physics....