Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrstu héraða Mexíkó. Orðið skallaörn er þýðing á ameríska heitinu “bald eagle” og vísar til þess að höfuð og háls eru snjóhvít en skrokkurinn er að öðru leyti dökkbrúnn. Fuglinn er hins vegar alfiðraður á höfði og því ekki sköllóttur í venjulegri merkingu.

Eins og margir stórir ránfuglar hefur skallaörninn látið mjög undan síga fyrir manninum. Þó hefur hann aldrei komist í þvílíkar þrengingar sem haförninn, enda er meira um óbyggðir og náttúrleg svæði í Norður-Ameríku en Evrópu. Fækkun arna af mannavöldum má einkum rekja til landbreytinga, ofsókna og truflana. Eftir 1940 bættist við mengun af skordýraeitrinu DDT sem varð amerískum ránfuglum sérstaklega skeinuhætt fram undir 1970 að notkun þess var bönnuð þar.

Talið er að stofn skallaarnar í Bandaríkjunum sunnan Alaska hafi þá verið kominn niður fyrir 500 verpandi pör. Eftir 1970 hefur þessi stofn farið jafnt og þétt stækkandi og var talinn vera um 5300 pör árið 1997. Í tilefni af því er gert ráð fyrir að taka skallaörn af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu á þessu ári. Í Alaska og fylkinu Bresku Kólumbíu vestast í Kanada hefur skallaörninn alltaf verið algengur. Talað er um 7000-8000 hreiður í Alaska og tugi þúsunda í Kanada, en ekki virðast vera til nákvæmar tölur um hreiður á þessum lítt byggðu svæðum. Ein aðalfæða arnarins þar um slóðir er Kyrrahafslax en laxastofnum hefur farið mjög hnignandi á síðustu árum og hafa ýmsir áhyggjur af að það kunni að koma niður á skallaerninum.

Heildarfjöldi skallaarnar í Norður-Ameríku (og þar með í heiminum) er ekki þekktur með vissu, vegna þess að áreiðanlegar talningar vantar frá Alaska og vesturhluta Kanada. Talningar, ágiskanir og útreikningar benda til þess að fjöldinn nú sé sennilega á bilinu 70-100 þúsund einstaklingar.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Arnar Jan Jónsson

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=214.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 9. mars). Hvað eru til margir skallaernir í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=214

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=214>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir skallaernir í heiminum?
Tvær náskyldar hafarnartegundir skipta með sér norðurhveli jarðar. Örninn, eða haförninn (Haliaeetus albicilla), er útbreiddur frá Vestur-Grænlandi til Austur-Síberíu. Skallaörninn, eða hvíthöfðaörn (Haliaeetus leucocephalus), nær frá Aljútaeyjum austur um Alaska og Kanada til Nýfundnalands og allt suður til nyrstu héraða Mexíkó. Orðið skallaörn er þýðing á ameríska heitinu “bald eagle” og vísar til þess að höfuð og háls eru snjóhvít en skrokkurinn er að öðru leyti dökkbrúnn. Fuglinn er hins vegar alfiðraður á höfði og því ekki sköllóttur í venjulegri merkingu.

Eins og margir stórir ránfuglar hefur skallaörninn látið mjög undan síga fyrir manninum. Þó hefur hann aldrei komist í þvílíkar þrengingar sem haförninn, enda er meira um óbyggðir og náttúrleg svæði í Norður-Ameríku en Evrópu. Fækkun arna af mannavöldum má einkum rekja til landbreytinga, ofsókna og truflana. Eftir 1940 bættist við mengun af skordýraeitrinu DDT sem varð amerískum ránfuglum sérstaklega skeinuhætt fram undir 1970 að notkun þess var bönnuð þar.

Talið er að stofn skallaarnar í Bandaríkjunum sunnan Alaska hafi þá verið kominn niður fyrir 500 verpandi pör. Eftir 1970 hefur þessi stofn farið jafnt og þétt stækkandi og var talinn vera um 5300 pör árið 1997. Í tilefni af því er gert ráð fyrir að taka skallaörn af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu á þessu ári. Í Alaska og fylkinu Bresku Kólumbíu vestast í Kanada hefur skallaörninn alltaf verið algengur. Talað er um 7000-8000 hreiður í Alaska og tugi þúsunda í Kanada, en ekki virðast vera til nákvæmar tölur um hreiður á þessum lítt byggðu svæðum. Ein aðalfæða arnarins þar um slóðir er Kyrrahafslax en laxastofnum hefur farið mjög hnignandi á síðustu árum og hafa ýmsir áhyggjur af að það kunni að koma niður á skallaerninum.

Heildarfjöldi skallaarnar í Norður-Ameríku (og þar með í heiminum) er ekki þekktur með vissu, vegna þess að áreiðanlegar talningar vantar frá Alaska og vesturhluta Kanada. Talningar, ágiskanir og útreikningar benda til þess að fjöldinn nú sé sennilega á bilinu 70-100 þúsund einstaklingar.

...