Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð er lofttegund við herbergishita, en suðumark þess er -88,5 °C. Efnið er þó miklu betur þekkt sem glaðgas eða hláturgas, en það var fyrst búið til árið 1776, sumar heimildir nefna þó 1772. Árið 1844 notaði enskur tannlæknir það í fyrsta sinn sem deyfilyf við tanntöku og árið 1868 var það í fyrsta sinn notað til svæfinga við uppskurð.
Ef efninu er blandað saman við yfirmagn af súrefni er það skaðlaust til innöndunar og er það notað sem slíkt á sjúkrahúsum. Einnig má geta þess að niturdíoxíð er notað sem þrýstigas í úðabrúsa.
Mynd: HB