Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir.
Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Það dregur hann meðal annars af því hversu mörg örnefni eru kennd við Krukk í sýslunni. Viðurnefni sitt hefur hann hugsanlega hlotið af helti. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I:424-425) er sagt frá Jóni krukk. Þar kemur fram í athugasemd neðanmáls eftir safnandann að hann hafi séð 16. aldar slitur úr Krukksspá. Jón Árnson giskar einnig á að Jón krukkur hafi verið Skaftfellingur.
Jón krukkur skrifaði spáritið Krukksspá sem er eitt frægasta rit sinnar tegundar hérlendis. Það var gefið út af Jóni Þorkelssyni í bókinni Þjóðsögur og munnmæli árið 1899.
Þórður Tómasson birtir einnig nokkrar sögur af Jóni og spádómum hans í fyrrgreindu riti.
Guðrún Kvaran. „Hver er fyrri hluti máltækisins
"...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2151.
Guðrún Kvaran. (2002, 4. mars). Hver er fyrri hluti máltækisins
"...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2151
Guðrún Kvaran. „Hver er fyrri hluti máltækisins
"...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2151>.