Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?

Orðið hjarta er hvorugkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu á eftirfarandi hátt með og án greinis:


EintalaFleirtala
án greinismeð greinián greinismeð greini
nf.hjartahjartaðhjörtuhjörtun
þf.hjartahjartaðhjörtuhjörtun
þgf.hjartahjartanuhjörtumhjörtunum
ef.hjartahjartanshjartnahjartnanna


Fá hvorugkynsorð beygjast eftir veikri beygingu. Þau eru auga, bjúga, eista, eyra, hnoða, lunga, milta, nýra og tökuorðin firma og þema. Þau eru öll algeng í nútímamáli nema helst hnoða 'hnykill'. Þau fá endinguna -na í eignarfalli fleirtölu nema hnoða, firma og þema.

Útgáfudagur

5.3.2002

Spyrjandi

Eric Olafsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2002. Sótt 16. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2153.

Guðrún Kvaran. (2002, 5. mars). Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2153

Guðrún Kvaran. „Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2002. Vefsíða. 16. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2153>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.