Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að skilja skoðun?

Ólafur Páll Jónsson

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þá að vita hvað þarf að vera satt til þess að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn. Að skilja skoðun, í þessari merkingu, er sambærilegt við að skilja staðhæfingu. Við skiljum staðhæfinguna að kaffi sé gott fyrir svefninn ef við vitum hvað hún segir, og við vitum hvað staðhæfing segir ef við vitum undir hvaða kringumstæðum hún er sönn og undir hvaða kringumstæðum hún er ósönn.

En stundum vitum við mætavel hvert inntak skoðunar er en samt segjumst við ekki skilja skoðunina. Þetta á ekki síst við þegar kemur að siðferðilegum efnum. Við getum skilið inntak þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að velja maka handa börnum sínum án þess að geta með nokkru móti skilið hvernig nokkur maður geti haft þessa skoðun. Að skilja skoðun í þessari merkingu orðsins er því ekki fólgið í því að skilja inntak skoðunarinnar heldur í því að skilja hvernig nokkur maður geti tileinkað sér skoðunina, gert hana að sinni.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni "Hvað er að skilja atburð?"



Mynd: HB

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

6.3.2002

Spyrjandi

Ólafur Magnússon

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er að skilja skoðun?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2161.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 6. mars). Hvað er að skilja skoðun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2161

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er að skilja skoðun?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2161>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að skilja skoðun?
Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þá að vita hvað þarf að vera satt til þess að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn. Að skilja skoðun, í þessari merkingu, er sambærilegt við að skilja staðhæfingu. Við skiljum staðhæfinguna að kaffi sé gott fyrir svefninn ef við vitum hvað hún segir, og við vitum hvað staðhæfing segir ef við vitum undir hvaða kringumstæðum hún er sönn og undir hvaða kringumstæðum hún er ósönn.

En stundum vitum við mætavel hvert inntak skoðunar er en samt segjumst við ekki skilja skoðunina. Þetta á ekki síst við þegar kemur að siðferðilegum efnum. Við getum skilið inntak þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að velja maka handa börnum sínum án þess að geta með nokkru móti skilið hvernig nokkur maður geti haft þessa skoðun. Að skilja skoðun í þessari merkingu orðsins er því ekki fólgið í því að skilja inntak skoðunarinnar heldur í því að skilja hvernig nokkur maður geti tileinkað sér skoðunina, gert hana að sinni.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni "Hvað er að skilja atburð?"



Mynd: HB...