Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að skilja atburð?

Ólafur Páll Jónsson

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá rynni ef til vill upp ljós fyrir manninum og hann skildi hvað um væri að vera.

Oft erum við í svipaðri aðstöðu og maðurinn sem ekki skilur handboltann þegar við fylgjumst með atferli dýra. Við sjáum lax rótast um á grynningum og skiljum ekki það sem fyrir augu ber. En svo er okkur sagt að laxinn sé að grafa holu, og þá verður atburðurinn öllu skiljanlegri. Við vitum hvað hann er að gera.

En jafnvel þótt við skiljum hvað sé um að vera segjum við stundum að við skiljum ekki atburð vegna þess að við skiljum ekki hvers vegna atburðurinn á sér stað. Þannig gætum við fylgst með laxinum vitandi að hann er að grafa holu í árbotninn en samt staðhæft að við skiljum ekki hvað hann sé að gera. Þegar okkur er sagt að laxinn hrygni í holuna og róti svo möl aftur yfir, þá verður atburðurinn skiljanlegur fyrir okkur. Að skilja atburð, í þessari merkingu orðsins, er því fólgið í því að geta skýrt atburðinn.

En í hverju er þá skýring á atburði fólgin? Ef atburðurinn er náttúrulegur atburður eins og snjóflóð felst skýring í lýsingu á kringumstæðum, svo sem snjóþunga og viðnámi og halla undirlagsins, og þeim náttúrulögmálum sem valda því að atburðurinn á sér stað við þessar kringumstæður.

En sé atburðurinn viljaverk manns (Jón fálmar um náttborðið) getur skýringin verið fólgin í því að tilgreina hvaða ástæður liggja að baki atburðinum (að finna gleraugun) og lýsingu á því hvernig gerandinn sér það sem hann er að gera (það er fálmið) sem leið að settu marki (því að finna gleraugun). Til að skilja slíkt viljaverk þurfum við því í fyrsta lagi að vita hvað maðurinn er að gera (hann er að fálma um náttborðið) vita hvaða ástæður maðurinn hefur fyrir því sem hann gerir (hann vill finna gleraugun) og skilja hvernig hann lítur á það sem hann gerir sem vænlega leið að settu marki (hann heldur að fálm um náttborðið sé góð leið til að finna gleraugun sem hann setti þar áður en hann sofnaði kvöldið áður).Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 voru dæmi um atburði sem voru mörgum óskiljanlegir. Fólk vissi vel hvað hafði gerst, það skildi atburðina samkvæmt fyrri merkingunni að ofan, en það gat ekki ímyndað sér hvaða ástæður lægju að baki þessum voðaverkum eða hvernig nokkur maður gæti litið á slíka atburði sem vænlega leið að settu marki.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni "Hvað er að skilja skoðun?"

Frekara lesefni

Aristóteles, Siðfræði Nikomakkosar, Hið íslenzka bókmenntafélag 1995.

Um hryðjuverkin í Bandaríkjunum má lesa í grein Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, "Af hverju hata þeir okkur" og grein Björns Þorsteinssonar, "Hvað gekk þessum mönnum til?" í Málstofu Vísindavefsins.Handboltamynd: HB

Mynd af rústum World Trade Center:U.S. Customs Service

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

6.3.2002

Spyrjandi

Ólafur Magnússon

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er að skilja atburð?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2002, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2162.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 6. mars). Hvað er að skilja atburð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2162

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er að skilja atburð?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2002. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að skilja atburð?
Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá rynni ef til vill upp ljós fyrir manninum og hann skildi hvað um væri að vera.

Oft erum við í svipaðri aðstöðu og maðurinn sem ekki skilur handboltann þegar við fylgjumst með atferli dýra. Við sjáum lax rótast um á grynningum og skiljum ekki það sem fyrir augu ber. En svo er okkur sagt að laxinn sé að grafa holu, og þá verður atburðurinn öllu skiljanlegri. Við vitum hvað hann er að gera.

En jafnvel þótt við skiljum hvað sé um að vera segjum við stundum að við skiljum ekki atburð vegna þess að við skiljum ekki hvers vegna atburðurinn á sér stað. Þannig gætum við fylgst með laxinum vitandi að hann er að grafa holu í árbotninn en samt staðhæft að við skiljum ekki hvað hann sé að gera. Þegar okkur er sagt að laxinn hrygni í holuna og róti svo möl aftur yfir, þá verður atburðurinn skiljanlegur fyrir okkur. Að skilja atburð, í þessari merkingu orðsins, er því fólgið í því að geta skýrt atburðinn.

En í hverju er þá skýring á atburði fólgin? Ef atburðurinn er náttúrulegur atburður eins og snjóflóð felst skýring í lýsingu á kringumstæðum, svo sem snjóþunga og viðnámi og halla undirlagsins, og þeim náttúrulögmálum sem valda því að atburðurinn á sér stað við þessar kringumstæður.

En sé atburðurinn viljaverk manns (Jón fálmar um náttborðið) getur skýringin verið fólgin í því að tilgreina hvaða ástæður liggja að baki atburðinum (að finna gleraugun) og lýsingu á því hvernig gerandinn sér það sem hann er að gera (það er fálmið) sem leið að settu marki (því að finna gleraugun). Til að skilja slíkt viljaverk þurfum við því í fyrsta lagi að vita hvað maðurinn er að gera (hann er að fálma um náttborðið) vita hvaða ástæður maðurinn hefur fyrir því sem hann gerir (hann vill finna gleraugun) og skilja hvernig hann lítur á það sem hann gerir sem vænlega leið að settu marki (hann heldur að fálm um náttborðið sé góð leið til að finna gleraugun sem hann setti þar áður en hann sofnaði kvöldið áður).Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 voru dæmi um atburði sem voru mörgum óskiljanlegir. Fólk vissi vel hvað hafði gerst, það skildi atburðina samkvæmt fyrri merkingunni að ofan, en það gat ekki ímyndað sér hvaða ástæður lægju að baki þessum voðaverkum eða hvernig nokkur maður gæti litið á slíka atburði sem vænlega leið að settu marki.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni "Hvað er að skilja skoðun?"

Frekara lesefni

Aristóteles, Siðfræði Nikomakkosar, Hið íslenzka bókmenntafélag 1995.

Um hryðjuverkin í Bandaríkjunum má lesa í grein Magnúsar Þorkels Bernharðssonar, "Af hverju hata þeir okkur" og grein Björns Þorsteinssonar, "Hvað gekk þessum mönnum til?" í Málstofu Vísindavefsins.Handboltamynd: HB

Mynd af rústum World Trade Center:U.S. Customs Service...