Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvaða hitastig frýs bensín?

Þorsteinn Vilhjálmsson



Bensín er ekki hreint efnasamband (e. chemical compound) heldur flókin efnablanda (mixture) sem svo er kallað, það er að segja blanda af mörgum efnasamböndum. Helstu efni í því eru vetniskol (hydrocarbons) eins og hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) auk annarra eldsneytistegunda og íbótarefna sem eru meðal annars oft ætluð einmitt til að lækka frostmark blöndunnar. Nákvæmlega tiltekin efnasamsetning bensíns er breytileg eftir uppruna þess og fyrirhugaðri notkun, til dæmis eftir því hvort ætlunin er að nota það á flugvélar, bíla eða eitthvað annað.

Þegar bensín er kælt hagar það sér ekki eins og ferskt vatn sem heldur vökvaeiginleikum sínum þar til komið er niður í frostmark, en þá frýs vatnið allt áður en hitinn heldur áfram að lækka. Bensínið byrjar hins vegar að hlaupa í kekki áður en frostmarki er náð. Þetta þýðir að frostmark bensíns er ekki eins vel skilgreint og frostmark vatns.

Um helstu efnasamböndin í bensíni er það að segja að hexan hefur frostmarkið -95,3 °C, heptan -90,6 °C og oktan -56,8 °C (Kaye og Laby, 1968. Tables of Physical and Chemical Constants. London: Longmans). Þar sem yfirleitt er mest af oktani í bensíni er þess að vænta að frostmark bensíns fari næst síðustu tölunni. Hér er um hrein efni að ræða og því eru frostmarkstölurnar vel skilgreindar.

Af framangreindu má sjá að við getum ekki átt von á að frostmark ótiltekins bensíns sé einhver tiltekin tala. Í vefhandbókinni NATO Logistics Handbook (Handbók Atlantshafsbandalagsins um flutningatækni) frá október 1997 er til dæmis lýst ýmsum tegundum bensíns sem notað er í flugvélar, farartæki á landi og í skip. Frostmark er þar tilgreint fyrir nokkrar tegundir flugvélabensíns og er á bilinu frá -40 °C niður í -58 °C (Chapter 15: Fuels, Oils, Lubricants and Petroleum Handling Equipment. Annex A. Aide Memoire on Fuels in NATO). Á vefsíðu Alþjóða orkumálastofnunarinnar (IEA; International Energy Agency) er hins vegar miðað við að frostmark flugvélabensíns sé -60 °C. Þar er einnig lýst í fáum orðum bensíni á bíla og önnur farartæki á landi og sjó en frostmark er ekki nefnt í þeirri lýsingu.

Við látum lesandanum eftir að afla sér frekari upplýsinga um þessi mál á Veraldarvefnum með því að nota leitarorð eins og "gasoline, petrol, freezing point".



Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.3.2002

Spyrjandi

Ágúst Jónsson

Efnisorð

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Við hvaða hitastig frýs bensín?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2173.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 11. mars). Við hvaða hitastig frýs bensín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2173

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Við hvaða hitastig frýs bensín?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2173>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvaða hitastig frýs bensín?


Bensín er ekki hreint efnasamband (e. chemical compound) heldur flókin efnablanda (mixture) sem svo er kallað, það er að segja blanda af mörgum efnasamböndum. Helstu efni í því eru vetniskol (hydrocarbons) eins og hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) auk annarra eldsneytistegunda og íbótarefna sem eru meðal annars oft ætluð einmitt til að lækka frostmark blöndunnar. Nákvæmlega tiltekin efnasamsetning bensíns er breytileg eftir uppruna þess og fyrirhugaðri notkun, til dæmis eftir því hvort ætlunin er að nota það á flugvélar, bíla eða eitthvað annað.

Þegar bensín er kælt hagar það sér ekki eins og ferskt vatn sem heldur vökvaeiginleikum sínum þar til komið er niður í frostmark, en þá frýs vatnið allt áður en hitinn heldur áfram að lækka. Bensínið byrjar hins vegar að hlaupa í kekki áður en frostmarki er náð. Þetta þýðir að frostmark bensíns er ekki eins vel skilgreint og frostmark vatns.

Um helstu efnasamböndin í bensíni er það að segja að hexan hefur frostmarkið -95,3 °C, heptan -90,6 °C og oktan -56,8 °C (Kaye og Laby, 1968. Tables of Physical and Chemical Constants. London: Longmans). Þar sem yfirleitt er mest af oktani í bensíni er þess að vænta að frostmark bensíns fari næst síðustu tölunni. Hér er um hrein efni að ræða og því eru frostmarkstölurnar vel skilgreindar.

Af framangreindu má sjá að við getum ekki átt von á að frostmark ótiltekins bensíns sé einhver tiltekin tala. Í vefhandbókinni NATO Logistics Handbook (Handbók Atlantshafsbandalagsins um flutningatækni) frá október 1997 er til dæmis lýst ýmsum tegundum bensíns sem notað er í flugvélar, farartæki á landi og í skip. Frostmark er þar tilgreint fyrir nokkrar tegundir flugvélabensíns og er á bilinu frá -40 °C niður í -58 °C (Chapter 15: Fuels, Oils, Lubricants and Petroleum Handling Equipment. Annex A. Aide Memoire on Fuels in NATO). Á vefsíðu Alþjóða orkumálastofnunarinnar (IEA; International Energy Agency) er hins vegar miðað við að frostmark flugvélabensíns sé -60 °C. Þar er einnig lýst í fáum orðum bensíni á bíla og önnur farartæki á landi og sjó en frostmark er ekki nefnt í þeirri lýsingu.

Við látum lesandanum eftir að afla sér frekari upplýsinga um þessi mál á Veraldarvefnum með því að nota leitarorð eins og "gasoline, petrol, freezing point".



Mynd: HB...