Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?

Guðrún Kvaran

1.p.et. ég skín

2.p.et. þú skín

3.p.et. hann/hún/það skín

og svo framvegis

Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri.

Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu eintölu, það er verða *skínr (samanber bítr > bítur). Í orðum sem enduðu í stofni á -l, -n, -r eða -s varð samlögun, til dæmis -nr- > -nn-, *skínr > skínn, *stólr > stóll. Síðara -n-ið í 'skínn' féll síðan brott og eftir stóð myndin skín fyrir áhrif frá fyrstu persónu eintölu og fleirtölunni. (Með * eru í málfræðiumfjöllun merktar myndir sem ekki eru heimildir fyrir, eru með öðrum orðum endurgerðar).Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.3.2002

Spyrjandi

Guðrún Stefánsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2002. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2185.

Guðrún Kvaran. (2002, 13. mars). Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2185

Guðrún Kvaran. „Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2002. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2185>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?
1.p.et. ég skín

2.p.et. þú skín

3.p.et. hann/hún/það skín

og svo framvegis

Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri.

Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu eintölu, það er verða *skínr (samanber bítr > bítur). Í orðum sem enduðu í stofni á -l, -n, -r eða -s varð samlögun, til dæmis -nr- > -nn-, *skínr > skínn, *stólr > stóll. Síðara -n-ið í 'skínn' féll síðan brott og eftir stóð myndin skín fyrir áhrif frá fyrstu persónu eintölu og fleirtölunni. (Með * eru í málfræðiumfjöllun merktar myndir sem ekki eru heimildir fyrir, eru með öðrum orðum endurgerðar).Mynd: HB...