Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Jóhann Björnsson

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusamur, að blómstra, að njóta velgengni eða einfaldlega að farnast vel.

Platon hélt því fram að það væri grundvallaratriði að breyta vel og af réttlæti til þess að farnast vel. Sá sem breytir ekki vel og lætur sífellt undan hvötum sínum og utanaðkomandi þrýstingi vanrækir sjálfan sig. Lýsandi dæmi um þetta er sá sem lætur undan taumlausri löngun í áfengi eða fíkniefni. Sá verður á endanum vansæll og fer á mis við hið góða líf. Að breyta ranglega gagnvart öðrum er einnig manni sjálfum fyrir verstu að mati Platons. Réttlæti er dyggð sem er lýsandi fyrir heilbrigða sál. Sá sem er réttlátur og hefur heilbrigða sál er að mati Platons, hamingjusamur.

Aristóteles taldi að dygðugt líferni og hófsemi væri lykillinn að hinu góða lífi. Sá dygðugi rati ávallt meðalhófið sem liggur á milli tveggja öfga. Rati maður það ekki heldur kjósi öfgarnar er eins víst, að mati Aristótelesar, að hið góða líf láti á sér standa. Þannig er til dæmis hófsemi í mat og drykk meðalhóf á milli þess að svelta sig annars vegar og borða yfir sig hins vegar.

Epikúros taldi að ánægja væri það sem vert væri að stefna að í þessu lífi. En til þess að vera ánægður þarf að vega og meta hugsanlegar afleiðingar gjörða sinna. Sú breytni sem við fyrstu sýn virðist veita ánægju kann, þegar afleiðingarnar koma í ljós, að valda miklu böli. Því ætti ávallt, samkvæmt Epíkúrosi, að breyta með tilliti til hugsanlegra afleiðinga.

Epiktet taldi að maður yrði óhamingjusamur ef hann girntist eitthvað sem ekki væri á valdi hans. Því eigi ekki að reyna að öðlast eitthvað sem í raun er ekki mögulegt að fá.

Seinni tíma heimspekingar sem fengist hafa við þessa spurningu eru meðal annarra tilvistarspekingarnir svonefndu: Albert Camus, Jean-Paul Sartre og geðlæknirinn Viktor Frankl.

Albert Camus hélt því fram að manneskjan væri það eina í þessum heimi sem óskaði sér þess að vera eitthvað annað en hún er. Lífið er sjaldnast nógu gott og leitin að hinu góða lífi, eða í það minnsta betra lífi, stendur ávallt yfir. Að finna til fjarstæðukenndar er hlutskipti margra okkar, ef ekki allra, einhvern tímann á lífsleiðinni, og felst hún í því að við óskum okkur einhvers sem við ekki getum fengið eða, eins og hann orðaði það sjálfur, þá “mætir hugur sem þráir heimi sem veldur vonbrigðum”. Við eigum að leitast við að beita vitsmunum okkar til að skapa heim merkingar og tilgangs.

Þessi hugsun er einkennandi fyrir tilvistarspekingana og hefur Jean Paul Sartre haldið því fram að sérhver sé það sem hann sjálfur geri úr sér með tilliti til þeirra aðstæðan sem hann býr við. Þannig er sérhver einstaklingur ábyrgur þegar finna skal hið góða líf. Í raun getur enginn fundið hið góða líf fyrir neinn annan þó að vissulega sé hægt að fá aðstoð við leitina að því.

Viktor Frankl taldi að ekki væri mögulegt að lifa ef maður fyndi lífi sínu engan tilgang. Þau gildi sem æskilegt væri að rækta til að finna hið góða líf eru í grundvallaratriðum þrenns konar:
  1. Að vinna að einhverju skapandi eða vera þátttakandi í einhverju starfi.
  2. Að upplifa og reyna eitthvað eða umgangast einhverja.
  3. Að gaumgæfa og rækta viðhorfið til óhjákvæmilegrar þjáningar.
Öll þurfum við einhvern tímann að þjást og þó við getum ekki haft áhrif á aðstæður þær sem valda þjáningunni kunnum við hinsvegar að geta haft áhrif á afstöðu okkar til þjáningarinnar.

Eitt er þó víst, að mati Frankls: Ef maður eltist við hamingjuna sem slíka mun hún örugglega ganga manni úr greipum. Hamingjan hlýtur ávallt að vera afleiðing einhverra annarra verka, upplifunar eða reynslu.

Þegar svör ýmissa heimspekinga eru borin saman virðast þeir flestir vera sammála um að það sem þarf til að lifa góðu lífi, sé fyrst og fremst ákveðið hugarfar þess sem sækist eftir hinu góða lífi eða eins og bandaríski heimspekingurinn William James segir á einum stað: “Mesta uppgötvun minnar kynslóðar er að manneskjan geti breytt lífi sínu með því að breyta viðhorfi sínu.”

Sjá einnig svar Vilhjálms Árnasonar við spurningunni "Hver er tilgangur lífsins?"

Heimildir á íslensku

Aristóteles, Siðfræði Nikkomakkosar, Svavar Hrafn Svavarsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag 1995.

Epiktet, Hver er sinnar gæfu smiður, handbók Epiktet, Broddi Jóhannesson þýddi, Almenna bókafélagið 1955.

Frankl, Viktor, Leitin að tilgangi lífsins, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi, Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 1996.

Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag 1991.

Vilhjálmur Árnason, “Lífsgleði njóttu” Broddflugur, siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni, Háskólaútgáfan og Rannsóknarstofnun í siðfræði 1997.Myndin Óveður (sem gefur e.t.v. ákveðna innsýn í hið góða líf): ArtMagick

Mynd af Jean-Paul Sartre: Nobel e-Museum

Mynd af Albert Camus: Nobel e-Museum

Mynd af Viktor Frankl: Shippensburg University

Mynd af William James: Emory University

Höfundur

M.A. í heimspeki

Útgáfudagur

14.3.2002

Spyrjandi

Margrét Berndsen

Tilvísun

Jóhann Björnsson. „Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2002. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2186.

Jóhann Björnsson. (2002, 14. mars). Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2186

Jóhann Björnsson. „Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2002. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?
Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusamur, að blómstra, að njóta velgengni eða einfaldlega að farnast vel.

Platon hélt því fram að það væri grundvallaratriði að breyta vel og af réttlæti til þess að farnast vel. Sá sem breytir ekki vel og lætur sífellt undan hvötum sínum og utanaðkomandi þrýstingi vanrækir sjálfan sig. Lýsandi dæmi um þetta er sá sem lætur undan taumlausri löngun í áfengi eða fíkniefni. Sá verður á endanum vansæll og fer á mis við hið góða líf. Að breyta ranglega gagnvart öðrum er einnig manni sjálfum fyrir verstu að mati Platons. Réttlæti er dyggð sem er lýsandi fyrir heilbrigða sál. Sá sem er réttlátur og hefur heilbrigða sál er að mati Platons, hamingjusamur.

Aristóteles taldi að dygðugt líferni og hófsemi væri lykillinn að hinu góða lífi. Sá dygðugi rati ávallt meðalhófið sem liggur á milli tveggja öfga. Rati maður það ekki heldur kjósi öfgarnar er eins víst, að mati Aristótelesar, að hið góða líf láti á sér standa. Þannig er til dæmis hófsemi í mat og drykk meðalhóf á milli þess að svelta sig annars vegar og borða yfir sig hins vegar.

Epikúros taldi að ánægja væri það sem vert væri að stefna að í þessu lífi. En til þess að vera ánægður þarf að vega og meta hugsanlegar afleiðingar gjörða sinna. Sú breytni sem við fyrstu sýn virðist veita ánægju kann, þegar afleiðingarnar koma í ljós, að valda miklu böli. Því ætti ávallt, samkvæmt Epíkúrosi, að breyta með tilliti til hugsanlegra afleiðinga.

Epiktet taldi að maður yrði óhamingjusamur ef hann girntist eitthvað sem ekki væri á valdi hans. Því eigi ekki að reyna að öðlast eitthvað sem í raun er ekki mögulegt að fá.

Seinni tíma heimspekingar sem fengist hafa við þessa spurningu eru meðal annarra tilvistarspekingarnir svonefndu: Albert Camus, Jean-Paul Sartre og geðlæknirinn Viktor Frankl.

Albert Camus hélt því fram að manneskjan væri það eina í þessum heimi sem óskaði sér þess að vera eitthvað annað en hún er. Lífið er sjaldnast nógu gott og leitin að hinu góða lífi, eða í það minnsta betra lífi, stendur ávallt yfir. Að finna til fjarstæðukenndar er hlutskipti margra okkar, ef ekki allra, einhvern tímann á lífsleiðinni, og felst hún í því að við óskum okkur einhvers sem við ekki getum fengið eða, eins og hann orðaði það sjálfur, þá “mætir hugur sem þráir heimi sem veldur vonbrigðum”. Við eigum að leitast við að beita vitsmunum okkar til að skapa heim merkingar og tilgangs.

Þessi hugsun er einkennandi fyrir tilvistarspekingana og hefur Jean Paul Sartre haldið því fram að sérhver sé það sem hann sjálfur geri úr sér með tilliti til þeirra aðstæðan sem hann býr við. Þannig er sérhver einstaklingur ábyrgur þegar finna skal hið góða líf. Í raun getur enginn fundið hið góða líf fyrir neinn annan þó að vissulega sé hægt að fá aðstoð við leitina að því.

Viktor Frankl taldi að ekki væri mögulegt að lifa ef maður fyndi lífi sínu engan tilgang. Þau gildi sem æskilegt væri að rækta til að finna hið góða líf eru í grundvallaratriðum þrenns konar:
  1. Að vinna að einhverju skapandi eða vera þátttakandi í einhverju starfi.
  2. Að upplifa og reyna eitthvað eða umgangast einhverja.
  3. Að gaumgæfa og rækta viðhorfið til óhjákvæmilegrar þjáningar.
Öll þurfum við einhvern tímann að þjást og þó við getum ekki haft áhrif á aðstæður þær sem valda þjáningunni kunnum við hinsvegar að geta haft áhrif á afstöðu okkar til þjáningarinnar.

Eitt er þó víst, að mati Frankls: Ef maður eltist við hamingjuna sem slíka mun hún örugglega ganga manni úr greipum. Hamingjan hlýtur ávallt að vera afleiðing einhverra annarra verka, upplifunar eða reynslu.

Þegar svör ýmissa heimspekinga eru borin saman virðast þeir flestir vera sammála um að það sem þarf til að lifa góðu lífi, sé fyrst og fremst ákveðið hugarfar þess sem sækist eftir hinu góða lífi eða eins og bandaríski heimspekingurinn William James segir á einum stað: “Mesta uppgötvun minnar kynslóðar er að manneskjan geti breytt lífi sínu með því að breyta viðhorfi sínu.”

Sjá einnig svar Vilhjálms Árnasonar við spurningunni "Hver er tilgangur lífsins?"

Heimildir á íslensku

Aristóteles, Siðfræði Nikkomakkosar, Svavar Hrafn Svavarsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag 1995.

Epiktet, Hver er sinnar gæfu smiður, handbók Epiktet, Broddi Jóhannesson þýddi, Almenna bókafélagið 1955.

Frankl, Viktor, Leitin að tilgangi lífsins, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi, Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 1996.

Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag 1991.

Vilhjálmur Árnason, “Lífsgleði njóttu” Broddflugur, siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni, Háskólaútgáfan og Rannsóknarstofnun í siðfræði 1997.Myndin Óveður (sem gefur e.t.v. ákveðna innsýn í hið góða líf): ArtMagick

Mynd af Jean-Paul Sartre: Nobel e-Museum

Mynd af Albert Camus: Nobel e-Museum

Mynd af Viktor Frankl: Shippensburg University

Mynd af William James: Emory University...