Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?

Þuríður Jónsdóttir

Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun algengari en haldið hefur verið. Fólk með margfaldan persónuleika hefur ýmist verið talið gætt yfirskilvitlegum hæfileikum, álitið geðsjúkt (einkum konur) eða þá að það hefur komist í kast við lögin sökum andfélagslegrar og refsiverðrar hegðunar aðkomupersónuleikanna (einkum karlmenn).

Það sem greinir einstaklinga með margfaldan persónuleika frá geðsjúklingum, afbrotamönnum og fólki með yfirskilvitlega hæfileika er fyrst og fremst minnisleysi. Upprunalegi persónuleikinn er yfirleitt ekki meðvitaður um tilvist hinna persónuleikanna og hefur ekki hugmynd um hvað gerist í lífi hans á þeim tíma sem þeir ríkja. Af þessum sökum eru oft alvarlegar minnisgloppur í vitund hans og hann gerir sér ekki grein fyrir lengri eða skemmri tímabilum í eigin lífi.

Helstu einkenni margfalds persónuleika

Til þess að einstaklingur teljist hafa margfaldan persónuleika þurfa ákveðin einkenni að vera fyrir hendi. Hann verður að hafa að minnsta kosti einn annan persónuleika fyrir utan hinn upprunalega og sá verður að hafa annað gildismat, sýna ólíka hegðun og eiga sér aðra sögu og minningar en hinn upprunalegi. Ennfremur mælist margs konar sálfræðilegur og líffræðilegur munur á persónuleikunum.

Einstaklingur með margfaldan persónuleika hefur oft þrjá til fjóra persónuleika, en sumir hafa þó mun fleiri. Það er afar mismunandi hversu oft og hversu lengi aðkomupersónuleikarnir ríkja, en þegar það gerist hafa þeir bæði sálræna og líkamlega starfsemi einstaklingsins á valdi sínu. Stundum varir slíkt ástand í nokkrar mínútur, en algengast er að það standi í nokkrar klukkustundir eða daga. Dæmi eru þó um að aðkomupersónuleiki hafi ríkt í full tvö ár.

Þeir vísindamenn sem hvað mest hafa rannsakað margfaldan persónuleika eru sammála um að ákveðnar vísbendingar gefi til kynna að um margfaldan persónuleika sé að ræða:

1. Frásagnir einstaklingsins af minnisgloppum og tímabilum sem hann getur ekki gert grein fyrir.

2. Hann kannast ekki við sögur af eigin gerðum og atvikum.

3. Frásagnir áreiðanlegra fjölskyldumeðlima eða annarra nátengdra sem herma að um breytingu á honum sé að ræða og að hann nefni sjálfan sig með öðru nafni.

4. Hægt er að ná til aðkomupersónuleikanna með dáleiðslu.

5. Hann vísar til sín í fleirtölu, segir "við" í staðinn fyrir "ég".

6. Hann er sífellt að finna teikningar, skilaboð, bréf og hluti í fórum sínum sem hann kannast ekkert við.

7. Sjúkdómssaga þrálátra og alvarlegra höfuðverkja sem eru undanfari djúps svefns, minnisleysis, krampafloga, drauma eða sýna.

8. Hann heyrir raddir sem honum finnst vera inni í höfðinu á sér en koma ekki utan frá.
Þess ber að geta að engin þessara vísbendinga ein og sér gefur tilefni til að draga þá ályktun að um margfaldan persónuleika sé að ræða.

Orsakir og sálfræðilegur skilningur

Orsakir margfalds persónuleika er fyrst og fremst að finna í lífsreynslu einstaklingsins í frumbernsku. Líkamlegar og andlegar pyntingar, kynferðislegt ofbeldi, vanræksla, langvarandi fjarvistir foreldra, geðveiki foreldra og öfgafullt trúaruppeldi eru nokkrir af helstu orsakavöldunum.

Sökum ósjálfstæðis síns, smæðar og þroskaleysis hefur barnið engin tök á að verja sig á fullnægjandi hátt gegn óbærilegum andlegum og líkamlegum þjáningum sem það þarf að sæta. Það grípur því til frumstæðasta varnarviðbragðs sem maðurinn þekkir, það er flóttans. En þar sem ungt barn getur ekki flúið umhverfi sitt og kringumstæður verður flóttinn huglægur. Hann felst í því að það aðskilja sig frá hinum sársaukafullu kringumstæðum með því að skapa ómeðvitað einn eða fleiri persónuleika. Þeim er ætlað að taka á sig þjáningu barnsins eða hjálpa því til að afbera hana og bregðast við henni. Hver persónuleiki verður þannig andsvar við þjáningarfullri reynslu.

Ákveðnir einstaklingar eru líklegri en aðrir til að mynda margfaldan persónuleika. Upprunalegi persónuleikinn er venjulega feiminn og innhverfur og á erfitt með að höndla sterkar tilfinningar, svo sem reiði og síðar á ævinni kynferðislegar ástríður. Hann er oft hjálparvana og úrræðalaus gagnvart valdamiklum aðilum. Ennfremur er hann ábyrgur og kröfuharður við sjálfan sig. Aðkomupersónuleikarnir eru hins vegar iðulega kærulausir, vanþroska, baldnir og óprúttnir, auk þess sem þeir eru oft kynferðislega (of)virkir og haldnir áfengisáráttu.

Meðferð við margföldum persónuleika

Meðferð við margföldum persónuleika krefst mikillar þolinmæði, sérþekkingar og hæfni þeirra sem hana stunda. Talið er að batahorfur séu góðar að þessum skilyrðum uppfylltum. Meðferð tekur oft frá tveimur og upp í fimm ár. Dáleiðslu er yfirleitt beitt, sérstaklega í upphafi meðferðarinnar þegar verið er að komast í samband við hina mismunandi persónuleika og leita orsaka fyrir myndun þeirra.

Einstaklingar með margfaldan persónuleika geta ekki lifað eðlilegu lífi sökum hinnar alvarlegu minnisbrenglunar sem einkennir þá. Mikill kvíði og öryggisleysi fylgir í kjölfar vitneskjunnar um að lengri og skemmri tímabil í ævi manns séu manni hulin. En sökum þess að hægt er að lækna margfaldan persónuleika skiptir rétt greining sköpum.

Þetta svar er birt með góðfúslegu leyfi frá vefsetrinu persona.is

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Mynd: Af veggspjaldi kvikmyndarinnar The Three Faces of Eve

Höfundur

Útgáfudagur

14.3.2002

Spyrjandi

Kári Finnsson, fæddur 1987

Tilvísun

Þuríður Jónsdóttir. „Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2002. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2187.

Þuríður Jónsdóttir. (2002, 14. mars). Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2187

Þuríður Jónsdóttir. „Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2002. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2187>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu sjaldgæfur er margfaldur persónuleiki?
Margfaldur persónuleiki hefur löngum verið álitinn afar sjaldgæfur og talið var að einn af hverjum hundrað þúsund einstaklingum hefði hann. Margfaldur persónuleiki hefur greinst mun oftar hjá konum en körlum. Geðlæknar og sálfræðingar hafa þó á síðustu árum sýnt fram á að margfaldur persónuleiki er í rauninni mun algengari en haldið hefur verið. Fólk með margfaldan persónuleika hefur ýmist verið talið gætt yfirskilvitlegum hæfileikum, álitið geðsjúkt (einkum konur) eða þá að það hefur komist í kast við lögin sökum andfélagslegrar og refsiverðrar hegðunar aðkomupersónuleikanna (einkum karlmenn).

Það sem greinir einstaklinga með margfaldan persónuleika frá geðsjúklingum, afbrotamönnum og fólki með yfirskilvitlega hæfileika er fyrst og fremst minnisleysi. Upprunalegi persónuleikinn er yfirleitt ekki meðvitaður um tilvist hinna persónuleikanna og hefur ekki hugmynd um hvað gerist í lífi hans á þeim tíma sem þeir ríkja. Af þessum sökum eru oft alvarlegar minnisgloppur í vitund hans og hann gerir sér ekki grein fyrir lengri eða skemmri tímabilum í eigin lífi.

Helstu einkenni margfalds persónuleika

Til þess að einstaklingur teljist hafa margfaldan persónuleika þurfa ákveðin einkenni að vera fyrir hendi. Hann verður að hafa að minnsta kosti einn annan persónuleika fyrir utan hinn upprunalega og sá verður að hafa annað gildismat, sýna ólíka hegðun og eiga sér aðra sögu og minningar en hinn upprunalegi. Ennfremur mælist margs konar sálfræðilegur og líffræðilegur munur á persónuleikunum.

Einstaklingur með margfaldan persónuleika hefur oft þrjá til fjóra persónuleika, en sumir hafa þó mun fleiri. Það er afar mismunandi hversu oft og hversu lengi aðkomupersónuleikarnir ríkja, en þegar það gerist hafa þeir bæði sálræna og líkamlega starfsemi einstaklingsins á valdi sínu. Stundum varir slíkt ástand í nokkrar mínútur, en algengast er að það standi í nokkrar klukkustundir eða daga. Dæmi eru þó um að aðkomupersónuleiki hafi ríkt í full tvö ár.

Þeir vísindamenn sem hvað mest hafa rannsakað margfaldan persónuleika eru sammála um að ákveðnar vísbendingar gefi til kynna að um margfaldan persónuleika sé að ræða:

1. Frásagnir einstaklingsins af minnisgloppum og tímabilum sem hann getur ekki gert grein fyrir.

2. Hann kannast ekki við sögur af eigin gerðum og atvikum.

3. Frásagnir áreiðanlegra fjölskyldumeðlima eða annarra nátengdra sem herma að um breytingu á honum sé að ræða og að hann nefni sjálfan sig með öðru nafni.

4. Hægt er að ná til aðkomupersónuleikanna með dáleiðslu.

5. Hann vísar til sín í fleirtölu, segir "við" í staðinn fyrir "ég".

6. Hann er sífellt að finna teikningar, skilaboð, bréf og hluti í fórum sínum sem hann kannast ekkert við.

7. Sjúkdómssaga þrálátra og alvarlegra höfuðverkja sem eru undanfari djúps svefns, minnisleysis, krampafloga, drauma eða sýna.

8. Hann heyrir raddir sem honum finnst vera inni í höfðinu á sér en koma ekki utan frá.
Þess ber að geta að engin þessara vísbendinga ein og sér gefur tilefni til að draga þá ályktun að um margfaldan persónuleika sé að ræða.

Orsakir og sálfræðilegur skilningur

Orsakir margfalds persónuleika er fyrst og fremst að finna í lífsreynslu einstaklingsins í frumbernsku. Líkamlegar og andlegar pyntingar, kynferðislegt ofbeldi, vanræksla, langvarandi fjarvistir foreldra, geðveiki foreldra og öfgafullt trúaruppeldi eru nokkrir af helstu orsakavöldunum.

Sökum ósjálfstæðis síns, smæðar og þroskaleysis hefur barnið engin tök á að verja sig á fullnægjandi hátt gegn óbærilegum andlegum og líkamlegum þjáningum sem það þarf að sæta. Það grípur því til frumstæðasta varnarviðbragðs sem maðurinn þekkir, það er flóttans. En þar sem ungt barn getur ekki flúið umhverfi sitt og kringumstæður verður flóttinn huglægur. Hann felst í því að það aðskilja sig frá hinum sársaukafullu kringumstæðum með því að skapa ómeðvitað einn eða fleiri persónuleika. Þeim er ætlað að taka á sig þjáningu barnsins eða hjálpa því til að afbera hana og bregðast við henni. Hver persónuleiki verður þannig andsvar við þjáningarfullri reynslu.

Ákveðnir einstaklingar eru líklegri en aðrir til að mynda margfaldan persónuleika. Upprunalegi persónuleikinn er venjulega feiminn og innhverfur og á erfitt með að höndla sterkar tilfinningar, svo sem reiði og síðar á ævinni kynferðislegar ástríður. Hann er oft hjálparvana og úrræðalaus gagnvart valdamiklum aðilum. Ennfremur er hann ábyrgur og kröfuharður við sjálfan sig. Aðkomupersónuleikarnir eru hins vegar iðulega kærulausir, vanþroska, baldnir og óprúttnir, auk þess sem þeir eru oft kynferðislega (of)virkir og haldnir áfengisáráttu.

Meðferð við margföldum persónuleika

Meðferð við margföldum persónuleika krefst mikillar þolinmæði, sérþekkingar og hæfni þeirra sem hana stunda. Talið er að batahorfur séu góðar að þessum skilyrðum uppfylltum. Meðferð tekur oft frá tveimur og upp í fimm ár. Dáleiðslu er yfirleitt beitt, sérstaklega í upphafi meðferðarinnar þegar verið er að komast í samband við hina mismunandi persónuleika og leita orsaka fyrir myndun þeirra.

Einstaklingar með margfaldan persónuleika geta ekki lifað eðlilegu lífi sökum hinnar alvarlegu minnisbrenglunar sem einkennir þá. Mikill kvíði og öryggisleysi fylgir í kjölfar vitneskjunnar um að lengri og skemmri tímabil í ævi manns séu manni hulin. En sökum þess að hægt er að lækna margfaldan persónuleika skiptir rétt greining sköpum.

Þetta svar er birt með góðfúslegu leyfi frá vefsetrinu persona.is

Frekara lesefni á Vísindavefnum


Mynd: Af veggspjaldi kvikmyndarinnar The Three Faces of Eve...