Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef táknin í jöfnunum eru skilin á venjulegasta hátt, þá hafa jöfnurnar enga sameiginlega lausn. Slíkt er raunar algengt í stærðfræði og þykir ekki tiltökumál, einkum ef jöfnur eru fleiri en óþekktu stærðirnar.
Fyrsta jafnan gildir ef X er ferningsrótin (kvaðratrótin) af 2 og önnur jafnan ef X er þriðja rótin af 3 sem er önnur tala en hin fyrri. Svo vill til að þriðja jafnan hefur sömu lausn og sú fyrsta en næsta jafna þar á eftir í röðinni, X*X*X*X*X = 5, hefur enn aðra lausn en hinar, sem sé fimmtu rótina af 5.
Þetta er miðað við að við skiljum merkið "*" sem margföldun eins og okkur er tamast. Hins vegar hefði mátt hugsa sér að gefa merkingu þessa tákns lausan tauminn og spyrja í staðinn: Hvað merkir táknið "*" í þessum jöfnum ef þær eiga að hafa sameiginlega lausn?
Við látum lesandanum eftir að spá í þá gátu.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2189.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 14. mars). Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2189
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2189>.