Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er til annar heimur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem hægt er að gefa orðunum "annar heimur".

Svarið við spurningunni er að það getur vel verið til annar heimur, í þessari skýru merkingu. Hins vegar getum við aldrei komist að því fyrir víst. Ef við fyndum eitthvað sem við hefðum getað kallað annan heim, mundi þetta sem áður var annar heimur verða hluti af heimi okkar þaðan í frá. Við gætum síðan haldið áfram að leita að öðrum heimi þar fyrir utan. Við sjáum af þessu að við getum ekki heldur vænst þess að geta nokkurn tímann útilokað það með öllu að til sé annar heimur; það felst eiginlega í orðanna hljóðan.

Menn lenda oft í ógöngum þegar rætt er um hluti sem þessa. Kannski er það meðal annars vegna þess að menn gera sér ekki nógu góða grein fyrir merkingu orðanna áður en umræðan hefst. Þetta er glöggt dæmi um nauðsyn þess og nytsemi að viðhafa slíkt vinnulag í umræðum.

Þess má líka geta til gamans að vísindamenn sem brjóta heilann um snúnustu spurningarnar sem varða gerð efnis og heims, til dæmis í tengslum við skammtafræði og almenna afstæðiskenningu, búa sér oft til líkön þar sem gert er ráð fyrir mörgum heimum samhliða.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.3.2002

Spyrjandi

Kolbrún Dögg Héðinsdóttir, f. 1986, Fróði Kjartan Rúnarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til annar heimur?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2192.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 15. mars). Er til annar heimur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2192

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til annar heimur?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til annar heimur?
Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem hægt er að gefa orðunum "annar heimur".

Svarið við spurningunni er að það getur vel verið til annar heimur, í þessari skýru merkingu. Hins vegar getum við aldrei komist að því fyrir víst. Ef við fyndum eitthvað sem við hefðum getað kallað annan heim, mundi þetta sem áður var annar heimur verða hluti af heimi okkar þaðan í frá. Við gætum síðan haldið áfram að leita að öðrum heimi þar fyrir utan. Við sjáum af þessu að við getum ekki heldur vænst þess að geta nokkurn tímann útilokað það með öllu að til sé annar heimur; það felst eiginlega í orðanna hljóðan.

Menn lenda oft í ógöngum þegar rætt er um hluti sem þessa. Kannski er það meðal annars vegna þess að menn gera sér ekki nógu góða grein fyrir merkingu orðanna áður en umræðan hefst. Þetta er glöggt dæmi um nauðsyn þess og nytsemi að viðhafa slíkt vinnulag í umræðum.

Þess má líka geta til gamans að vísindamenn sem brjóta heilann um snúnustu spurningarnar sem varða gerð efnis og heims, til dæmis í tengslum við skammtafræði og almenna afstæðiskenningu, búa sér oft til líkön þar sem gert er ráð fyrir mörgum heimum samhliða....