Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661.
Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öfluga útþenslustefnu sem mætti meðal annars harðri andstöðu á Spáni. Loðvík lét konunglega embættismenn sjá um skattheimtu í fylkjum ríkisins, en háir skattar voru nauðsynlegir til þess að hægt væri að standast straum af kostnaði við her og landamæragæslu.
Loðvík 14. var mjög dáður konungur, á tíðum jafnvel sem guð. Hann bjó í hinni glæstu Versalahöll þar sem þjónustulið snerist í kringum hann eins og skopparakringlur. Hann var oft kallaður sólkonungurinn, en það loddi við hann frá því hann lék sólina í leikriti í æsku.
Heimildir:
Söguatlas Máls og menningar. Reykjavík, Mál og menning, 2001
Íslenska alfræðiorðabókin, Reykjavík, Örn og Örlygur, 1990.
Rannveig Sif Kjartansdóttir og Hrafnhildur Leósdóttir. „Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21937.
Rannveig Sif Kjartansdóttir og Hrafnhildur Leósdóttir. (2008, 1. júlí). Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21937
Rannveig Sif Kjartansdóttir og Hrafnhildur Leósdóttir. „Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21937>.