Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?

ÞV

Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri?

Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomulag um tiltekna röð til viðmiðunar og varla mundum við vilja vera án stafrófsröðunarinnar nú á dögum. Það gæti þá að minnsta kosti orðið allmikið verk að fletta upp í símaskrá eða orðabók!

Þess má geta til gamans að alþjóðaorðið um stafróf, alfabet, er dregið af tveimur fyrstu stöfunum í gríska stafrófinu, alfa (a, A) og beta (b, B). Einnig má geta þess að stundum er í erlendum málum talað um alfa og ómega eða frá alfa til ómega en þá er verið að vísa í fyrsta og síðasta staf gríska stafrófsins. Táknin fyrir hinn síðarnefnda eru w, W (lágstafur og hástafur).

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.3.2002

Spyrjandi

Andrés Garðar, fæddur 1986

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2002. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2194.

ÞV. (2002, 15. mars). Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2194

ÞV. „Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2002. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2194>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?
Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri?

Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomulag um tiltekna röð til viðmiðunar og varla mundum við vilja vera án stafrófsröðunarinnar nú á dögum. Það gæti þá að minnsta kosti orðið allmikið verk að fletta upp í símaskrá eða orðabók!

Þess má geta til gamans að alþjóðaorðið um stafróf, alfabet, er dregið af tveimur fyrstu stöfunum í gríska stafrófinu, alfa (a, A) og beta (b, B). Einnig má geta þess að stundum er í erlendum málum talað um alfa og ómega eða frá alfa til ómega en þá er verið að vísa í fyrsta og síðasta staf gríska stafrófsins. Táknin fyrir hinn síðarnefnda eru w, W (lágstafur og hástafur)....