Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?

Marteinn Sindri Jónsson

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykurhækkun, óhóflega blóðfituhækkun og kransæðastíflu.

En það sem þú borgar fyrir þessa kosti lauksins eru tár. Rokgjarnar olíur sem gefa lauknum einkennandi bragð hafa í sér stofn lífrænna sameinda sem eru þekktar sem amínósýrubrennisteinsoxíð (amino acid sulfoxides). Ef þú skerð, flysjar eða stappar lauk, leysir laukvefurinn lífhvata (ensím) sem nefnast allínasar (allinases) sem breyta þessum lífrænu sameindum í sýrur með brennisteini (sulfenic acids). Þær umbreytast strax í syn-propanethial-S-oxíð sem gufar upp og framkallar tár. Myndun þess nær hámarki eftir 30 sekúndur frá því að laukurinn er skorinn og henni lýkur eftir 5 mínútur eða svo.

Nokkur ráð eru til að draga úr þessum áhrifum lauksins. Hægt er að hita hann áður en hann er skorinn; þá eyðast lífhvatarnir. Einnig eru nokkur einföld ráð til að draga úr snertingu við gösin sem myndast, til dæmis að hafa góða loftræstingu, skera laukinn undir rennandi vatni eða í vél í lokuðu hylki.

Heimild: Grein eftir líffræðinginn Thomas Scott á vefsetri tímaritsins Scientific American. Þar má lesa enn meira um efnið.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

Útgáfudagur

15.3.2002

Spyrjandi

Jóna Bjarnadóttir

Tilvísun

Marteinn Sindri Jónsson. „Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2002. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2196.

Marteinn Sindri Jónsson. (2002, 15. mars). Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2196

Marteinn Sindri Jónsson. „Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2002. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju tárumst við þegar við skerum lauk?
Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein. Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykurhækkun, óhóflega blóðfituhækkun og kransæðastíflu.

En það sem þú borgar fyrir þessa kosti lauksins eru tár. Rokgjarnar olíur sem gefa lauknum einkennandi bragð hafa í sér stofn lífrænna sameinda sem eru þekktar sem amínósýrubrennisteinsoxíð (amino acid sulfoxides). Ef þú skerð, flysjar eða stappar lauk, leysir laukvefurinn lífhvata (ensím) sem nefnast allínasar (allinases) sem breyta þessum lífrænu sameindum í sýrur með brennisteini (sulfenic acids). Þær umbreytast strax í syn-propanethial-S-oxíð sem gufar upp og framkallar tár. Myndun þess nær hámarki eftir 30 sekúndur frá því að laukurinn er skorinn og henni lýkur eftir 5 mínútur eða svo.

Nokkur ráð eru til að draga úr þessum áhrifum lauksins. Hægt er að hita hann áður en hann er skorinn; þá eyðast lífhvatarnir. Einnig eru nokkur einföld ráð til að draga úr snertingu við gösin sem myndast, til dæmis að hafa góða loftræstingu, skera laukinn undir rennandi vatni eða í vél í lokuðu hylki.

Heimild: Grein eftir líffræðinginn Thomas Scott á vefsetri tímaritsins Scientific American. Þar má lesa enn meira um efnið.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....