Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?

ÍDÞ

Raforkuframleiðsla á Íslandi kemur nær eingöngu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um 70% af raforkuframleiðslunni kemur frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

Fróðlegt getur verið að bera saman raforkuframleiðslu eftir löndum og sjá hvaða orkugjafi sér flestum jarðarbúum fyrir rafmagni. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum (e. The World Bank) var heildarraforkuframleiðsla árið 2013 23.354,5 TWh sem jafngildir 23.354.500 GWh en til samanburðar var heildarraforkuframleiðsla á Íslandi 18.116 GWh það árið eða tæp 0,08% af heimsframleiðslunni. Heildarraforkuframleiðsluna, skipt eftir orkugjöfum, má sjá á töflu 1.

Tafla 1: Raforkuframleiðsla (árið 2013) í heiminum öllum eftir orkugjöfum.

Orkugjafi
TWh
Hlutfall
Kol
9.598,7
41,1%
Jarðgas
5.067,9
21,7%
Vatnsafl (endurnýjanlegur orkugafi)
3.760,1
16,1%
Kjarnorka
2.475,6
10,6%
Aðrir endurnýjanlegir orkugjafar
1.261,1
5,4%
Olía
840,8
3,6%
Aðrir orkugjafar
350,3
1,5%
Samtals:
23.354,4
100,0%

Kol, olía og jarðgas teljast til jarðefnaeldsneytis (e. fossil fuel) en saman gefa þessir þrír orkugjafar 66,4% af heildarframleiðslunni. Hlutur endurnýjanlegrar orku er því einungis 21,5%. Kjarnorka gefur 10,6% og aðrir orkugjafar 1,5%.

Rúm 40% af raforkuframleiðslu heimsins kemur frá kolum. Myndin sýnir virkjun í Póllandi sem notar kol til raforkuframleiðslu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.10.2016

Spyrjandi

Sigurður Pálsson, Pétur Pétursson, Jón Snorrason

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?“ Vísindavefurinn, 11. október 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21960.

ÍDÞ. (2016, 11. október). Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21960

ÍDÞ. „Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21960>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?
Raforkuframleiðsla á Íslandi kemur nær eingöngu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um 70% af raforkuframleiðslunni kemur frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

Fróðlegt getur verið að bera saman raforkuframleiðslu eftir löndum og sjá hvaða orkugjafi sér flestum jarðarbúum fyrir rafmagni. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðabankanum (e. The World Bank) var heildarraforkuframleiðsla árið 2013 23.354,5 TWh sem jafngildir 23.354.500 GWh en til samanburðar var heildarraforkuframleiðsla á Íslandi 18.116 GWh það árið eða tæp 0,08% af heimsframleiðslunni. Heildarraforkuframleiðsluna, skipt eftir orkugjöfum, má sjá á töflu 1.

Tafla 1: Raforkuframleiðsla (árið 2013) í heiminum öllum eftir orkugjöfum.

Orkugjafi
TWh
Hlutfall
Kol
9.598,7
41,1%
Jarðgas
5.067,9
21,7%
Vatnsafl (endurnýjanlegur orkugafi)
3.760,1
16,1%
Kjarnorka
2.475,6
10,6%
Aðrir endurnýjanlegir orkugjafar
1.261,1
5,4%
Olía
840,8
3,6%
Aðrir orkugjafar
350,3
1,5%
Samtals:
23.354,4
100,0%

Kol, olía og jarðgas teljast til jarðefnaeldsneytis (e. fossil fuel) en saman gefa þessir þrír orkugjafar 66,4% af heildarframleiðslunni. Hlutur endurnýjanlegrar orku er því einungis 21,5%. Kjarnorka gefur 10,6% og aðrir orkugjafar 1,5%.

Rúm 40% af raforkuframleiðslu heimsins kemur frá kolum. Myndin sýnir virkjun í Póllandi sem notar kol til raforkuframleiðslu.

Heimildir:

Mynd:

...