Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?

Örnefnið Þorskafjörður hefur löngum verið skýrt með nafnorðinu þorskur 'fiskur' (Finnur Jónsson, Lýður Björnsson). Ekki er þó talið að aðrar fisktegundir gangi í fjörðinn en hrognkelsi og silungur. Þórhallur Vilmundarson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar, telur (Grímnir 1:139-140) að nafnið geti verið dregið af þurrum leirum innst í firðinum og hafi upphaflega verið Þorski 'fjörður sem þornar um fjöru'. Því til stuðnings er bent á eyðibýlanafnið Þorskagerði ofarlega á Jökuldal, þar sem þurrir gilskorningar hafi verið fyrir ofan bæinn á sumrin og erfitt um neysluvatn.

Þórhallur vitnar meðal annars til norskra örnefna, Torskefjord(en) á Finnmörku og Torsken, bæjar- og eyjarheiti í Troms sem K. Rygh taldi dregið af Torsken, nafni á fjalli þar í grenndinni sem líkt hafi verið við þorsk. Ásgeir Blöndal Magnússon nefnir það heiti undir norska örnefninu Þoskar í orðsifjabók sinni og telur líklegt að það sé dregið af fisktegundinni eins og fleiri fjallanöfn í Noregi.

Útgáfudagur

16.3.2002

Spyrjandi

Guðný Pálsdóttir

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2002. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2198.

Svavar Sigmundsson. (2002, 16. mars). Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2198

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2002. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2198>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.