Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Lilja Kristinsdóttir

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á hvolfi uppi í trjágrein. Það yfirgefur aldrei tré sitt nema þegar það skiptir um tré, þarf að létta á sér eða fá sér sundsprett. Það er gott sunddýr.

Letidýr eru langlíf, verða 20 ára ef þau lifa villt en 30-40 ára í dýragörðum. Til eru fimm tegundir letidýra og þær er að finna í Suður- og Mið-Ameríku. Dýrin éta lauf, blóm, ávexti og þess háttar. Letidýr drekka aldrei heldur fá vökva í safaríkum laufum og með því að sleikja daggardropa. Magi þeirra er í mörgum hólfum og þar lifir sérstök baktería sem getur brotið niður sellulósa. Þannig geta letidýr fengið orku úr laufunum sem annars eru ekki mjög næringarrík. Á kvöldin fellur líkamshiti letidýra niður í 12°C til að spara orku. Hálsinn er þannig gerður að letidýr getur snúið hausnum í 270°.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir og mynd:

Vefsíðan 123spot þar sem fjallað er um dýrin og sýndar myndir af þeim. Myndin sýnir letidýr á sundi en þau synda eins konar bringusund.

Höfundur

nemandi í Rimaskóla

Útgáfudagur

16.3.2002

Spyrjandi

Björgvin Hallgrímsson, f. 1990

Tilvísun

Lilja Kristinsdóttir. „Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2002. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2202.

Lilja Kristinsdóttir. (2002, 16. mars). Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2202

Lilja Kristinsdóttir. „Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2002. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2202>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?
Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á hvolfi uppi í trjágrein. Það yfirgefur aldrei tré sitt nema þegar það skiptir um tré, þarf að létta á sér eða fá sér sundsprett. Það er gott sunddýr.

Letidýr eru langlíf, verða 20 ára ef þau lifa villt en 30-40 ára í dýragörðum. Til eru fimm tegundir letidýra og þær er að finna í Suður- og Mið-Ameríku. Dýrin éta lauf, blóm, ávexti og þess háttar. Letidýr drekka aldrei heldur fá vökva í safaríkum laufum og með því að sleikja daggardropa. Magi þeirra er í mörgum hólfum og þar lifir sérstök baktería sem getur brotið niður sellulósa. Þannig geta letidýr fengið orku úr laufunum sem annars eru ekki mjög næringarrík. Á kvöldin fellur líkamshiti letidýra niður í 12°C til að spara orku. Hálsinn er þannig gerður að letidýr getur snúið hausnum í 270°.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir og mynd:

Vefsíðan 123spot þar sem fjallað er um dýrin og sýndar myndir af þeim. Myndin sýnir letidýr á sundi en þau synda eins konar bringusund.

...