Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?

Þórunn Jónsdóttir

Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var tungumál fína fólksins á Indlandi. Bókin Rigveda var skrifuð á því tungumáli. Rigveda var notuð sem málfræðibók allt til 500 fyrir Krist. Á þeim tíma sem málið var talað voru trúarfræði og heimspeki merkileg fræði.

Klassísk sanskrít var töluð frá 5. öld fyrir Krist til 1000 eftir Krist. Tvær merkilegar ljóðaskáldsögur hafa varðveist frá þeim tíma. Það voru bækurnar Mahabharata of Vyasa og Ramayana of Valmiki. Um 1000 eftir Krist blandaðist mállýskan öðrum málum og hvarf sem daglegt mál. Málið er samt talað af prestum við trúarathafnir enn í dag.Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica online

Vefsíða í MA

Höfundur

nemandi í Langholtsskóla

Útgáfudagur

16.3.2002

Spyrjandi

Stefán Ingi Stefánsson

Tilvísun

Þórunn Jónsdóttir. „Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2002. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2203.

Þórunn Jónsdóttir. (2002, 16. mars). Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2203

Þórunn Jónsdóttir. „Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2002. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?
Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var tungumál fína fólksins á Indlandi. Bókin Rigveda var skrifuð á því tungumáli. Rigveda var notuð sem málfræðibók allt til 500 fyrir Krist. Á þeim tíma sem málið var talað voru trúarfræði og heimspeki merkileg fræði.

Klassísk sanskrít var töluð frá 5. öld fyrir Krist til 1000 eftir Krist. Tvær merkilegar ljóðaskáldsögur hafa varðveist frá þeim tíma. Það voru bækurnar Mahabharata of Vyasa og Ramayana of Valmiki. Um 1000 eftir Krist blandaðist mállýskan öðrum málum og hvarf sem daglegt mál. Málið er samt talað af prestum við trúarathafnir enn í dag.Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica online

Vefsíða í MA

...