Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?

Leifur A. Símonarson

Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regression) sjávar sem leiddi til þess að grunnhöf drógust verulega saman. Á landi mynduðust þá stórir fjallgarðar vegna plötureks á yfirborði jarðar. Áður var land víðast hvar orðið flatt þar sem það var sorfið niður, skipting í loftslags- og gróðurbelti var ekki eins skörp og nú og gróskumikill gróður á víðáttumiklum svæðum. Þegar fjallgarðarnir mynduðust, eins og til dæmis Alpafjöllin, gnæfðu þau upp í lofthjúpinn og skiptu honum niður í gleggri loftslagsbelti en áður. Þetta hafði áhrif á gróðurinn sem einnig skipaði sér í gróðurbelti, en samfara því dróst gróðurþekjan saman.



Þessar breytingar höfðu líka áhrif á dýrin sem lifðu á gróðrinum og aftur rándýrin sem lifðu á grasbítunum. Nú þurftu dýrin að hafa meira fyrir því að ná í fæðuna og þá voru dýr með meiri hreyfiorku og betri einangrun en skriðdýrin, dýr eins og fuglar og spendýr, miklu hæfari eða heppilegri. Harðast komu þessar breytingar niður á stórum dýrum sem þar að auki voru orðin sérhæfð í fæðuvali og þurftu mikið að éta. Nú varð samkeppni um fæðuna miklu harðari en áður.

Þá hefur því einnig verið haldið fram að loftsteinn, loftsteinar eða jafnvel halastjarna hafi rekist á jörðina um þetta leyti og orðið þess valdandi að mikið rykský þyrlaðist upp. Skýið skyggði á sólu með þeim afleiðingum að ljóstillífun minnkaði stórlega. Það hafði slæm áhrif á plönturnar og áfram á dýrin sem lifðu á þeim og loks á rándýrin.

Þegar litið er til útdauðans á mörkum Krítar og Tertíers er rétt að minna á að hann er ekki eins mikill og á mörkum sumra eldri jarðsögutímabila. Hins vegar verður okkur starsýnna á hann vegna þess að þá hurfu velþekktir dýrahópar, eins og til dæmis ammónítar, belemnítar og risaeðlur.

Það er löngu ljóst að allir þessir hópar voru að týna tölunni á ofanverðu Krítartímabilinu. Í lok þess er talið að aðeins 12 tegundir risaeðla hafi verið eftir lifandi og þær tilheyrt átta ættkvíslum. Úr jarðlögum frá byrjun síðasta tíma (epoch) á Krít, sem kallast Maastrichtian, eru þekktar 34 ættkvíslir ammóníta, en af þeim er aðeins helmingurinn lifandi alveg við mörk Krítar og Tertíers. Talið er að af belemnítum hafi aðeins tvær tegundir verið lifandi á mörkunum.

Af þessu má því vera nokkuð ljóst að í þessum tilvikum hefur loftsteinn eða halastjarna, sem rakst á jörðina um þetta leyti, hitt fyrir hnignandi dýrahópa sem þegar áttu í verulegum erfiðleikum vegna umhverfisbreytinga.



Þetta virðist hins vegar ekki hafa verið tilfellið með krókódíla. Þeir voru ekki eins sérhæfðir, til dæmis hvað varðar fæðuval og lífssvæði. Þeir lifðu og lifa á mörkum lands og vatns eða sjávar og stefndu raunar inn í eitt af sínum blómlegustu þróunarskeiðum í byrjun Tertíers.

Skoðið einnig skyld svör:



Ljósmyndir: HB

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2002

Spyrjandi

Melkorka Magnúsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2002, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2223.

Leifur A. Símonarson. (2002, 21. mars). Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2223

Leifur A. Símonarson. „Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2002. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2223>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?
Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regression) sjávar sem leiddi til þess að grunnhöf drógust verulega saman. Á landi mynduðust þá stórir fjallgarðar vegna plötureks á yfirborði jarðar. Áður var land víðast hvar orðið flatt þar sem það var sorfið niður, skipting í loftslags- og gróðurbelti var ekki eins skörp og nú og gróskumikill gróður á víðáttumiklum svæðum. Þegar fjallgarðarnir mynduðust, eins og til dæmis Alpafjöllin, gnæfðu þau upp í lofthjúpinn og skiptu honum niður í gleggri loftslagsbelti en áður. Þetta hafði áhrif á gróðurinn sem einnig skipaði sér í gróðurbelti, en samfara því dróst gróðurþekjan saman.



Þessar breytingar höfðu líka áhrif á dýrin sem lifðu á gróðrinum og aftur rándýrin sem lifðu á grasbítunum. Nú þurftu dýrin að hafa meira fyrir því að ná í fæðuna og þá voru dýr með meiri hreyfiorku og betri einangrun en skriðdýrin, dýr eins og fuglar og spendýr, miklu hæfari eða heppilegri. Harðast komu þessar breytingar niður á stórum dýrum sem þar að auki voru orðin sérhæfð í fæðuvali og þurftu mikið að éta. Nú varð samkeppni um fæðuna miklu harðari en áður.

Þá hefur því einnig verið haldið fram að loftsteinn, loftsteinar eða jafnvel halastjarna hafi rekist á jörðina um þetta leyti og orðið þess valdandi að mikið rykský þyrlaðist upp. Skýið skyggði á sólu með þeim afleiðingum að ljóstillífun minnkaði stórlega. Það hafði slæm áhrif á plönturnar og áfram á dýrin sem lifðu á þeim og loks á rándýrin.

Þegar litið er til útdauðans á mörkum Krítar og Tertíers er rétt að minna á að hann er ekki eins mikill og á mörkum sumra eldri jarðsögutímabila. Hins vegar verður okkur starsýnna á hann vegna þess að þá hurfu velþekktir dýrahópar, eins og til dæmis ammónítar, belemnítar og risaeðlur.

Það er löngu ljóst að allir þessir hópar voru að týna tölunni á ofanverðu Krítartímabilinu. Í lok þess er talið að aðeins 12 tegundir risaeðla hafi verið eftir lifandi og þær tilheyrt átta ættkvíslum. Úr jarðlögum frá byrjun síðasta tíma (epoch) á Krít, sem kallast Maastrichtian, eru þekktar 34 ættkvíslir ammóníta, en af þeim er aðeins helmingurinn lifandi alveg við mörk Krítar og Tertíers. Talið er að af belemnítum hafi aðeins tvær tegundir verið lifandi á mörkunum.

Af þessu má því vera nokkuð ljóst að í þessum tilvikum hefur loftsteinn eða halastjarna, sem rakst á jörðina um þetta leyti, hitt fyrir hnignandi dýrahópa sem þegar áttu í verulegum erfiðleikum vegna umhverfisbreytinga.



Þetta virðist hins vegar ekki hafa verið tilfellið með krókódíla. Þeir voru ekki eins sérhæfðir, til dæmis hvað varðar fæðuval og lífssvæði. Þeir lifðu og lifa á mörkum lands og vatns eða sjávar og stefndu raunar inn í eitt af sínum blómlegustu þróunarskeiðum í byrjun Tertíers.

Skoðið einnig skyld svör:



Ljósmyndir: HB...