Þvermál Úranusar er 50.800 km og massinn er 9,0 * 1025 kg.
Af fylgitunglum Úranusar er Títanía stærst, en þvermál hennar er 1580 km. Þau fylgitungl Úranusar sem hafa nafn heita eftir persónum úr leikritum Williams Shakesperaes, mörg nöfnin komu úr leikritinu Ofviðrið
Nokkur lítil tungl hafa ekki hlotið nafn en eru kölluð heitum eins og S/2003 U1. Þvermál sumra þeirra er aðeins 10 km. Um tungl Úranusar er hægt að fræðast meira á Almanaki Háskóla Íslands
Heimildir:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Mynd tekin úr Hubble sjónaukanum: Down to Earth Astronomy