Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?

Þórunn Jónsdóttir

Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur hafi séð sendinguna.

Í Bandaríkjunum var fyrst sjónvarpað 30. apríl 1939 á heimssýningunni sem haldin var í New York það ár. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC (National Broadcasting Company) stóð fyrir henni.

Aðrar þjóðir hófu ekki sjónvarpsútsendingar fyrr en í kringum 1950. Sennilega hefðu þær hafið sjónvarpssendingar fyrr ef seinni heimstyrjöldin hefði ekki sett strik í reikninginn.Sagt er að Sir Isaac Shoenberg hafi sagt við þá sem hönnuðu fyrsta sjónvarpið: "Til hamingju, herramenn; þið hafið nú búið til mesta tímaþjóf í heimi".

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica Online
Mynd af Sir Isaac Shoenberg: The Inventor Of Stereo, The Life and Works of Alan Dower Blumlein

Seinni myndin er fengin á heimasíðu National Museum of Photography, Film & Television

Höfundur

nemandi í Langholtsskóla

Útgáfudagur

22.3.2002

Spyrjandi

Brynjar Örn Steingrímsson

Tilvísun

Þórunn Jónsdóttir. „Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2228.

Þórunn Jónsdóttir. (2002, 22. mars). Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2228

Þórunn Jónsdóttir. „Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2228>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?
Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur hafi séð sendinguna.

Í Bandaríkjunum var fyrst sjónvarpað 30. apríl 1939 á heimssýningunni sem haldin var í New York það ár. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC (National Broadcasting Company) stóð fyrir henni.

Aðrar þjóðir hófu ekki sjónvarpsútsendingar fyrr en í kringum 1950. Sennilega hefðu þær hafið sjónvarpssendingar fyrr ef seinni heimstyrjöldin hefði ekki sett strik í reikninginn.Sagt er að Sir Isaac Shoenberg hafi sagt við þá sem hönnuðu fyrsta sjónvarpið: "Til hamingju, herramenn; þið hafið nú búið til mesta tímaþjóf í heimi".

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Britannica Online
Mynd af Sir Isaac Shoenberg: The Inventor Of Stereo, The Life and Works of Alan Dower Blumlein

Seinni myndin er fengin á heimasíðu National Museum of Photography, Film & Television

...