Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur hafi séð sendinguna.
Í Bandaríkjunum var fyrst sjónvarpað 30. apríl 1939 á heimssýningunni sem haldin var í New York það ár. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC (National Broadcasting Company) stóð fyrir henni.
Aðrar þjóðir hófu ekki sjónvarpsútsendingar fyrr en í kringum 1950. Sennilega hefðu þær hafið sjónvarpssendingar fyrr ef seinni heimstyrjöldin hefði ekki sett strik í reikninginn.

Sagt er að Sir Isaac Shoenberg hafi sagt við þá sem hönnuðu fyrsta sjónvarpið: "Til hamingju, herramenn; þið hafið nú búið til mesta tímaþjóf í heimi". Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Mynd af Sir Isaac Shoenberg: The Inventor Of Stereo, The Life and Works of Alan Dower Blumlein Seinni myndin er fengin á heimasíðu National Museum of Photography, Film & Television