Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir margvíslegan áhuga og hvatningu. Margir hafa sent okkur góð skeyti í tölvupósti og bent á atriði sem betur mega fara.

Meginsvarið við þessari spurningu er einfalt og hefur komið fram áður: Við viljum vita við hverja við erum að tala. En auk þess hafa spurningar orðið gífurlega margar þannig að óvíst er að okkur takist að svara þeim öllum áður en lýkur. Við slíkar aðstæður kjósum við að verja tíma og kröftum til að sinna þeim sem segja full deili á sér.

Spyrjandi lagði inn nokkrar spurningar án þess að segja fullt nafn. Hann fékk skeyti frá okkur þar sem hann var beðinn að bæta úr þessu. Hann gerði það og þá hafa spurningarnar aftur verið settar inn á vefinn þar sem þær bíða svars. Sami háttur hefur verið hafður við aðra sem geta því fengið spurningar sínar aftur inn á vefinn með því að senda okkur nafn og heimilsfang.

Listinn um spurningar í vinnslu er vinnutæki okkar um leið og hann er birtur hér á vefnum. Við erum því að sýna gestum inn í smiðju okkar með því að birta þennan lista. En gestir í smiðju þurfa að gæta þess að smiðirnir geti unnið verk sín þannig að smíðisgripir verði til að lokum.

Við erum með þessu einmitt að nýta eitt skemmtilegasta einkenni Veraldarvefsins; það er svo auðvelt að breyta og bæta smám saman. Við vonum að gestir okkar hafi meðal annars nokkra ánægju af þessu. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Því er viðbúið að þessu verklagi fylgi annmarkar frá sjónarmiði sumra gesta. Vísindavefurinn og lesendur hans eru að brjóta nýtt land og því fylgja sjálfsagt ný vandamál, ný viðhorf og nýjar úrlausnir.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.3.2000

Spyrjandi

Hreinn Ágústsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2000. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=223.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 11. mars). Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=223

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2000. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=223>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru spurningar ekki fullgildar þótt nafn og heimilsfang fylgi ekki spurningunum?
Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir margvíslegan áhuga og hvatningu. Margir hafa sent okkur góð skeyti í tölvupósti og bent á atriði sem betur mega fara.

Meginsvarið við þessari spurningu er einfalt og hefur komið fram áður: Við viljum vita við hverja við erum að tala. En auk þess hafa spurningar orðið gífurlega margar þannig að óvíst er að okkur takist að svara þeim öllum áður en lýkur. Við slíkar aðstæður kjósum við að verja tíma og kröftum til að sinna þeim sem segja full deili á sér.

Spyrjandi lagði inn nokkrar spurningar án þess að segja fullt nafn. Hann fékk skeyti frá okkur þar sem hann var beðinn að bæta úr þessu. Hann gerði það og þá hafa spurningarnar aftur verið settar inn á vefinn þar sem þær bíða svars. Sami háttur hefur verið hafður við aðra sem geta því fengið spurningar sínar aftur inn á vefinn með því að senda okkur nafn og heimilsfang.

Listinn um spurningar í vinnslu er vinnutæki okkar um leið og hann er birtur hér á vefnum. Við erum því að sýna gestum inn í smiðju okkar með því að birta þennan lista. En gestir í smiðju þurfa að gæta þess að smiðirnir geti unnið verk sín þannig að smíðisgripir verði til að lokum.

Við erum með þessu einmitt að nýta eitt skemmtilegasta einkenni Veraldarvefsins; það er svo auðvelt að breyta og bæta smám saman. Við vonum að gestir okkar hafi meðal annars nokkra ánægju af þessu. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Því er viðbúið að þessu verklagi fylgi annmarkar frá sjónarmiði sumra gesta. Vísindavefurinn og lesendur hans eru að brjóta nýtt land og því fylgja sjálfsagt ný vandamál, ný viðhorf og nýjar úrlausnir....