Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?

Auður Elva Vignisdóttir

Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð.

Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri Afríku. Kjörlendi strúta eru eyðimerkur og þurrar sléttur sem eru vaxnar strjálum runnagróðri og trjám. Afríkustrúturinn hefur skrautlegar fjaðrir sem voru oft notaðar á hatta og hjálma sem má nú stundum sjá á skjaldarmerkjum. Strútfuglar eru líka eftirsóttir til matar; kjötið er fitusnautt og margir telja það heilsufæði.

Strútar lifa aðallega á jurtafæðu og halda sig í misstórum hópum, frá 5 og alveg upp í 50 fuglar í hóp. Þeir eru mikil hlaupadýr og geta náð allt að 65 km hraða á klukkustund á flótta. Strútar stunda fjölbýli og er karlstrútur oftast í sambýli við 3 til 5 kvenfugla.

Hreiður þeirra er grunn skál skröpuð í þurran jarðveg eða sand og verpa kvenstrútarnir eggjum í hreiðrið sem eru allt frá 15 til 60 talsins. Um varptímann er erfitt fyrir strúta, líkt og aðra fugla, að forða sér frá hættum því þeir þurfa að gæta hreiðurs og eggja. Þar hafa strútarnir fundið upp góða aðferð til að bjarga sér. Þeir leggjast niður og teygja höfuðið fram og liggja hreyfingarlausir. Þessi aðferð er mjög útbreidd meðal fugla á varptímanum og má sjá þetta hjá gæsum, vaðfuglum og einnig rjúpum.

Strútarnir geta legið lengi svona hreyfingarlausir og er líklegt að sandur geti safnast fyrir á haus og háls á strútinum ef hann liggur í eyðimörk. Nokkrir fræðimenn hafa sett fram þá tilgátu að hér sé komin skýringin á hinni útbreiddu sögusögn um að strúturinn stingi höfðinu í sandinn þegar hann verður hræddur.

En hver er þá minnsti fugl í heimi?

Kólibrífuglinn (e. humming bird eða ant bird) er minnsti fugl í heimi. Þeir lifa um mestalla Ameríku. Hann er einnig kallaður “zunzuncito” og "pajaro mosca".

Til eru um það bil 338 tegundir af kólibrífuglum en “Bee humming bird” og “Reddish hermit” eru þeir minnstu. Þeir eru 1,6 grömm að þyngd og um 6 sentímetrar á lengd frá goggi og aftur á stél. Fuglarnir smáu éta skordýr, frjókorn og ávaxtamauk en drekka bara venjulegt vatn, eins og rigningarvatn og vatn úr ám. Þeir fljúga mikið, oft 800 km án þess að stoppa. Það er mikið afreksverk fyrir svona litla fugla.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Svar Arnþórs Garðarsonar á Vísindavefnum við spurningunni Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Svar Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?

pople.freenet.de

www.montereybay.com

www.discoverlife.org

Myndina af kólíbrífuglinu fundum við á vefsetri The Woodrow Wilson National Fellowship Foundation

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

22.3.2002

Spyrjandi

Sóley Linda Egilsdóttir

Tilvísun

Auður Elva Vignisdóttir. „Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2231.

Auður Elva Vignisdóttir. (2002, 22. mars). Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2231

Auður Elva Vignisdóttir. „Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2231>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð.

Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri Afríku. Kjörlendi strúta eru eyðimerkur og þurrar sléttur sem eru vaxnar strjálum runnagróðri og trjám. Afríkustrúturinn hefur skrautlegar fjaðrir sem voru oft notaðar á hatta og hjálma sem má nú stundum sjá á skjaldarmerkjum. Strútfuglar eru líka eftirsóttir til matar; kjötið er fitusnautt og margir telja það heilsufæði.

Strútar lifa aðallega á jurtafæðu og halda sig í misstórum hópum, frá 5 og alveg upp í 50 fuglar í hóp. Þeir eru mikil hlaupadýr og geta náð allt að 65 km hraða á klukkustund á flótta. Strútar stunda fjölbýli og er karlstrútur oftast í sambýli við 3 til 5 kvenfugla.

Hreiður þeirra er grunn skál skröpuð í þurran jarðveg eða sand og verpa kvenstrútarnir eggjum í hreiðrið sem eru allt frá 15 til 60 talsins. Um varptímann er erfitt fyrir strúta, líkt og aðra fugla, að forða sér frá hættum því þeir þurfa að gæta hreiðurs og eggja. Þar hafa strútarnir fundið upp góða aðferð til að bjarga sér. Þeir leggjast niður og teygja höfuðið fram og liggja hreyfingarlausir. Þessi aðferð er mjög útbreidd meðal fugla á varptímanum og má sjá þetta hjá gæsum, vaðfuglum og einnig rjúpum.

Strútarnir geta legið lengi svona hreyfingarlausir og er líklegt að sandur geti safnast fyrir á haus og háls á strútinum ef hann liggur í eyðimörk. Nokkrir fræðimenn hafa sett fram þá tilgátu að hér sé komin skýringin á hinni útbreiddu sögusögn um að strúturinn stingi höfðinu í sandinn þegar hann verður hræddur.

En hver er þá minnsti fugl í heimi?

Kólibrífuglinn (e. humming bird eða ant bird) er minnsti fugl í heimi. Þeir lifa um mestalla Ameríku. Hann er einnig kallaður “zunzuncito” og "pajaro mosca".

Til eru um það bil 338 tegundir af kólibrífuglum en “Bee humming bird” og “Reddish hermit” eru þeir minnstu. Þeir eru 1,6 grömm að þyngd og um 6 sentímetrar á lengd frá goggi og aftur á stél. Fuglarnir smáu éta skordýr, frjókorn og ávaxtamauk en drekka bara venjulegt vatn, eins og rigningarvatn og vatn úr ám. Þeir fljúga mikið, oft 800 km án þess að stoppa. Það er mikið afreksverk fyrir svona litla fugla.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Svar Arnþórs Garðarsonar á Vísindavefnum við spurningunni Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Svar Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?

pople.freenet.de

www.montereybay.com

www.discoverlife.org

Myndina af kólíbrífuglinu fundum við á vefsetri The Woodrow Wilson National Fellowship Foundation...