Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni.
Sá sem hefur haft titilinn elsti karl heims í áraraðir er nýdáinn. Hann dó um áramótin 2001-2002. Sá hét Antonio Todde og var rúmlega 112 ára þegar hann dó. Hann fæddist sama ár og Yukichi eða þann 22 janúar 1889 í fjallaþorpi á eyjunni Sardiníu á Ítalíu. Það sama ár fæddist Adolf Hitler og Eiffelturninn í París í Frakklandi var fullkláraður.
Antonio Todde var fjárhirðir alla sína ævi á Ítalíu og fór aðeins einu sinni af eyjunni og þá til að berjast í fyrri heimstyröldinni. Þegar Antonio var spurður hver lykillinn væri að langlífi þá var svarið einfaldlega að elska bróður sinn og drekka eitt glas af góðu rauðvíni á dag.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Mynd af Yukichi Chuganji: BBC Mundo Mynd af Antonio Todde er fengin frá BBCNEWS