Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan?

Írland er kölluð “Græna eyjan” vegna þess að 4/5 af nýtanlegu landi hennar eru beitilönd með grænu, ilmandi grasi.

Írland er næststærsta eyja Bretlandseyja og er láglent með miklu mýrlendi, heiðum og vötnum. Eyjan er þó girt með vogskorinni og fjöllóttri strönd að vestanverðu.

Á Írlandi er temprað úthafsloftslag, sem þýðir að þar eru sumrin svöl, veturnir mildir og óstöðugt veðurfar.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Loftmyndin frá Shannon á Írlandi fannst á vefsetrinu www.pbs.org

Útgáfudagur

27.3.2002

Spyrjandi

Ísak Már Jóhannesson, f. 1989

Höfundur

nemandi í Laugalækjaskóli

Tilvísun

Bryndís Bjarkadóttir. „Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2002. Sótt 17. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2242.

Bryndís Bjarkadóttir. (2002, 27. mars). Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2242

Bryndís Bjarkadóttir. „Af hverju er Írland kölluð Græna eyjan?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2002. Vefsíða. 17. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2242>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sveinn Hákon Harðarson

1978

Sveinn Hákon Harðarson er lektor í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sveinn rannsakar súrefnisbúskap í sjónhimnu augans. Rannsóknarhópurinn sem Sveinn tilheyrir hefur á undanförnum árum þróað tækni til súrefnismælinga í sjónhimnu. Þá tækni hefur hópurinn nýtt til rannsókna á eðlilegri lífeðlisfræði sjónhimnu og þeim frávikum sem verða við sjúkdóma.