Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?

Björn Brynjúlfur Björnsson

Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku.

Að námi loknu fór Che til Guatemala. Þá var hann orðinn mikill marxisti en var mjög fátækur. Hann bjó með konu sem hét Hilda Gadea en það var hún sem kynnti hann fyrir Nico Lopez sem var einn af herforingum Fidel Kastrós sem síðar leiddi byltinguna á Kúbu.

Hann fór til Mexíkó með Hildu og Nico og kynntist þar Fidel Kastró sem var þar í útlegð ásamt skæruliðum sínum. Che Guevara gekk til liðs við Kastró og gekk í gegnum þjálfun í skæruliðahernaði. Þegar Kastró hóf byltingu gegn Fulgencio Batista einræðisherra á Kúbu tók Che Guevara þátt í henni, fyrst sem læknir en svo sem herforingi. Þegar Kastró komst til valda var Guevara gerður að iðnaðar og landbúnaðarráðherra og síðan að seðlabankastjóra.

Che Guevara skrifaði mikið um kommúníska byltingu og á meðal frægustu ritverka hans má nefna El socialismo y el hombre en Cuba eða "Maðurinn og sósíalisminn á Kúbu" sem kom út árið 1965 og handbókin La guerre de guerillas eða "Stríðsrekstur skæruliða" sem kom út árið 1960.

Árið 1966 birtist hann svo í Bólivíu til að stofna her skæruliða, en bólivíski herinn náði honum og skaut hann árið 1967.

Líkamsleifar hans fundust árið 1997 í Bólivíu og voru fluttar til Kúbu, þar sem þeim var komið fyrir í grafhýsi með minnismerki í borginni Santa Clara.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir:

www.encarta.com

www.nat.is

Myndin var á þessari vefsíðu hjá samtökunum Cuba SI og Dansk-cubansk forening.

Höfundur

nemandi í Vesturbæjarskóla

Útgáfudagur

27.3.2002

Spyrjandi

Hrafnkell Sigurðsson, f. 1987

Tilvísun

Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2243.

Björn Brynjúlfur Björnsson. (2002, 27. mars). Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2243

Björn Brynjúlfur Björnsson. „Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2243>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?
Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku.

Að námi loknu fór Che til Guatemala. Þá var hann orðinn mikill marxisti en var mjög fátækur. Hann bjó með konu sem hét Hilda Gadea en það var hún sem kynnti hann fyrir Nico Lopez sem var einn af herforingum Fidel Kastrós sem síðar leiddi byltinguna á Kúbu.

Hann fór til Mexíkó með Hildu og Nico og kynntist þar Fidel Kastró sem var þar í útlegð ásamt skæruliðum sínum. Che Guevara gekk til liðs við Kastró og gekk í gegnum þjálfun í skæruliðahernaði. Þegar Kastró hóf byltingu gegn Fulgencio Batista einræðisherra á Kúbu tók Che Guevara þátt í henni, fyrst sem læknir en svo sem herforingi. Þegar Kastró komst til valda var Guevara gerður að iðnaðar og landbúnaðarráðherra og síðan að seðlabankastjóra.

Che Guevara skrifaði mikið um kommúníska byltingu og á meðal frægustu ritverka hans má nefna El socialismo y el hombre en Cuba eða "Maðurinn og sósíalisminn á Kúbu" sem kom út árið 1965 og handbókin La guerre de guerillas eða "Stríðsrekstur skæruliða" sem kom út árið 1960.

Árið 1966 birtist hann svo í Bólivíu til að stofna her skæruliða, en bólivíski herinn náði honum og skaut hann árið 1967.

Líkamsleifar hans fundust árið 1997 í Bólivíu og voru fluttar til Kúbu, þar sem þeim var komið fyrir í grafhýsi með minnismerki í borginni Santa Clara.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir:

www.encarta.com

www.nat.is

Myndin var á þessari vefsíðu hjá samtökunum Cuba SI og Dansk-cubansk forening.

...