Nóbelsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1901. Það var Svíinn Alfred Nobel sem fann upp dýnamitið sem stofnaði til verðlaunanna. Þau voru í fyrstu veitt í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum og Sænska akademían sá um úthlutunina í þeim greinum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels frá upphafi. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969 en Sænski seðlabankinn stofnaði til þeirra.
Alls eru Nóbelsverðlaunin því sex. Verðlaunahafinn fær verðlaunapening, viðurkenningarskjal og peninga.
Eini Íslendingurinn sem hefur fengið Nóbelsverðlaun er Halldór Kiljan Laxness sem fékk bókmenntaverðlaunin árið 1955.
Heimild og mynd
- www.nobel.se
- Mynd: Nobel e-Museum
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.