Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?

Stefán Jónsson

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði saman, er getið um eitt slíkt tilfelli. Sögnin er heldur óljós en atvikið virðist hafa átt sér stað á áttunda áratug 19. aldar.

Ónafngreindur maður úr Garði á Reykjanesi fannst nær dauða en lífi á Stapanum. Hann var borinn í Stapakot og var þar nokkurn tíma að jafna sig áður en hann fór heim. Þegar hann var spurður hvað fyrir hann hafði komið togaðist ekki upp úr honum nokkur skýring, en draugnum á Stapanum var kennt um það. Hans er líka getið í þætti af förumanninum Árna funa í sama safni, en ekki nema í framhjáhlaupi.

Að öðru leyti virðist segja heldur fátt af draugsa, en á hinn bóginn eru tvær sagnir um aðra reimleika þarna í grenndinni. Þeim sem ekki trúir á drauga þykir væntanlega fánýtt að velta því fyrir sér hvort það eru aðrar sögur af "sama" draug, en frásagnirnar gætu samt verið tengdar.

Fyrst ber að nefna Vogadrauginn, sem svo er kallaður. Ólíkt Stapadraugnum státar hann af almennilegri upprunaskýringu og auk þess hélt hann sig á bæjum. Sagan segir að ferðalangur hafi beiðst gistingar í Vogum, en verið úthýst þaðan og lagt leið sína yfir Stapann til Njarðvíkur. Veðrið var heldur misjafnt og maðurinn ferðalúinn og svangur. Morguninn eftir fannst hann svo dauður rétt við Grímshól á Vogastapa. Hann var borinn heim á bæinn þar sem honum hafði verið meinað um gistingu og var grafinn skömmu síðar.

Í kjölfar þessa varð vart reimleika á bænum og héldu menn að afturgangan vildi hefna sín fyrir litla gestrisni húsráðenda. Næstu ábúendur urðu líka varir við draugaganginn. Vomurinn sótti að húsfreyjunni
með svefnóværð mikilli því ekki hafði hún fyrri fest blund á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún fór að láta illa í svefninum. Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur kom að henni sama óværðin.
Bóndanum á bænum, Jóni þessum, tókst að reka "næturgestinn" af höndum þeirra en sá fór ekki langt heldur tók að ásækja bóndann í Tjarnarkoti þarna í nágrenninu. Jón var þá fenginn til að flæma drauginn þaðan líka og
fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað sem nú er búð sú í Vogum sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis þaðan sem hann væri kominn og gjöra aldei framar mein af sér í Vogum.
Upp frá því segir ekki mikið af þessum ógæfusama ferðamanni, nema að ekki þótti alltaf allt með felldu í Tuðru.

Á seinni tímum hafa svo komið til aðrar draugasögur sem tengjast akveginum við Vogastapa. Samkvæmt þeim er þar á kreiki bíldraugur. Eftir lýsingum að dæma stendur hann við vegbrúnina og sest inn hjá þeim sem af góðmennsku sinni bjóða honum far. Hins vegar lætur hann ekkert upp um það hvert hann ætlar og þegir þunnu hljóði. Eftir nokkra stund er hann svo horfinn eins og hann hafi gufað upp.

Önnur saga er sú að rétt við Vogastapa hreinlega birtist tveir menn í aftursætum bíla, sitji þar stutta stund í friði og spekt en hverfi svo jafnundarlega og þeir birtust. Þegar Árni Björnsson gaf út Íslenskt vættatal fyrir rúmum tíu árum gat hann þess að Stapadraugurinn hefði hrellt ferðamenn en látið minna á sér kræla eftir að nýja Reykjanesbrautin var lögð. Sennilega hverfur hann þá alveg þegar hún hefur loksins verið tvöfölduð.

Við vonum að lesendum okkar sé ljóst að sögur af draugum geta verið til skemmtunar og fróðleiks um liðna tíð og um hugmyndaheim manna, þó að fæstir trúi nú á dögum á tilvist drauga í bókstaflegum skilningi.



Heimildir:
  • Guðni Jónsson (ritstj.), Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur IX, Ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík, 1951, bls. 25 (sjá einnig VII. bindi, bls. 65)
  • Árni Björnsson, Íslenskt vættatal, Mál og menning, Reykjavík, 1990
  • Jón Árnason (ritstj.), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, Bókaútgáfan Þjóðsaga og Prentsmiðjan Hólar hf. Reykjavík, 1954, I. bindi bls. 378-9. Tilvitnanirnar eru teknar þaðan.
  • Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson (útgefendur), Gráskinna hin meiri, Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík, 1962, síðara bindi bls. 217-18



Mynd af draug: HB

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.3.2002

Spyrjandi

Bryndís Leifsdóttir

Tilvísun

Stefán Jónsson. „Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2246.

Stefán Jónsson. (2002, 29. mars). Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2246

Stefán Jónsson. „Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?
Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði saman, er getið um eitt slíkt tilfelli. Sögnin er heldur óljós en atvikið virðist hafa átt sér stað á áttunda áratug 19. aldar.

Ónafngreindur maður úr Garði á Reykjanesi fannst nær dauða en lífi á Stapanum. Hann var borinn í Stapakot og var þar nokkurn tíma að jafna sig áður en hann fór heim. Þegar hann var spurður hvað fyrir hann hafði komið togaðist ekki upp úr honum nokkur skýring, en draugnum á Stapanum var kennt um það. Hans er líka getið í þætti af förumanninum Árna funa í sama safni, en ekki nema í framhjáhlaupi.

Að öðru leyti virðist segja heldur fátt af draugsa, en á hinn bóginn eru tvær sagnir um aðra reimleika þarna í grenndinni. Þeim sem ekki trúir á drauga þykir væntanlega fánýtt að velta því fyrir sér hvort það eru aðrar sögur af "sama" draug, en frásagnirnar gætu samt verið tengdar.

Fyrst ber að nefna Vogadrauginn, sem svo er kallaður. Ólíkt Stapadraugnum státar hann af almennilegri upprunaskýringu og auk þess hélt hann sig á bæjum. Sagan segir að ferðalangur hafi beiðst gistingar í Vogum, en verið úthýst þaðan og lagt leið sína yfir Stapann til Njarðvíkur. Veðrið var heldur misjafnt og maðurinn ferðalúinn og svangur. Morguninn eftir fannst hann svo dauður rétt við Grímshól á Vogastapa. Hann var borinn heim á bæinn þar sem honum hafði verið meinað um gistingu og var grafinn skömmu síðar.

Í kjölfar þessa varð vart reimleika á bænum og héldu menn að afturgangan vildi hefna sín fyrir litla gestrisni húsráðenda. Næstu ábúendur urðu líka varir við draugaganginn. Vomurinn sótti að húsfreyjunni
með svefnóværð mikilli því ekki hafði hún fyrri fest blund á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún fór að láta illa í svefninum. Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur kom að henni sama óværðin.
Bóndanum á bænum, Jóni þessum, tókst að reka "næturgestinn" af höndum þeirra en sá fór ekki langt heldur tók að ásækja bóndann í Tjarnarkoti þarna í nágrenninu. Jón var þá fenginn til að flæma drauginn þaðan líka og
fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað sem nú er búð sú í Vogum sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis þaðan sem hann væri kominn og gjöra aldei framar mein af sér í Vogum.
Upp frá því segir ekki mikið af þessum ógæfusama ferðamanni, nema að ekki þótti alltaf allt með felldu í Tuðru.

Á seinni tímum hafa svo komið til aðrar draugasögur sem tengjast akveginum við Vogastapa. Samkvæmt þeim er þar á kreiki bíldraugur. Eftir lýsingum að dæma stendur hann við vegbrúnina og sest inn hjá þeim sem af góðmennsku sinni bjóða honum far. Hins vegar lætur hann ekkert upp um það hvert hann ætlar og þegir þunnu hljóði. Eftir nokkra stund er hann svo horfinn eins og hann hafi gufað upp.

Önnur saga er sú að rétt við Vogastapa hreinlega birtist tveir menn í aftursætum bíla, sitji þar stutta stund í friði og spekt en hverfi svo jafnundarlega og þeir birtust. Þegar Árni Björnsson gaf út Íslenskt vættatal fyrir rúmum tíu árum gat hann þess að Stapadraugurinn hefði hrellt ferðamenn en látið minna á sér kræla eftir að nýja Reykjanesbrautin var lögð. Sennilega hverfur hann þá alveg þegar hún hefur loksins verið tvöfölduð.

Við vonum að lesendum okkar sé ljóst að sögur af draugum geta verið til skemmtunar og fróðleiks um liðna tíð og um hugmyndaheim manna, þó að fæstir trúi nú á dögum á tilvist drauga í bókstaflegum skilningi.



Heimildir:
  • Guðni Jónsson (ritstj.), Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur IX, Ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík, 1951, bls. 25 (sjá einnig VII. bindi, bls. 65)
  • Árni Björnsson, Íslenskt vættatal, Mál og menning, Reykjavík, 1990
  • Jón Árnason (ritstj.), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, Bókaútgáfan Þjóðsaga og Prentsmiðjan Hólar hf. Reykjavík, 1954, I. bindi bls. 378-9. Tilvitnanirnar eru teknar þaðan.
  • Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson (útgefendur), Gráskinna hin meiri, Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík, 1962, síðara bindi bls. 217-18



Mynd af draug: HB...