Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist?

Leifur A. Símonarson

Útlimir risaeðlanna voru mjög fjölbreytilegir. Flestar stóru jurtaæturnar notuðu alla fjóra útlimina til gangs og voru með sterka og svera fótleggi og breiðar iljar. Hjá flestum þeirra voru þó afturlimirnir stærri en framlimirnir. Flestar ráneðlurnar gengu hins vegar nær eingöngu á afturlimunum (e. bipedal), sem voru miklu lengri en framlimirnir, en þá notuðu dýrin meira sem griplimi. Afturlimirnir hjá ráneðlunum minntu mjög á afturlimi fugla; voru oftast með þrjár tær með beittum klóm eða hóflaga nöglum.



Fótspor eftir risaeðlur hafa fundist á allmörgum stöðum, en ekki er alltaf ljóst hvaða dýr skildu eftir sig sporin. Í mörgum tilvikum er þó unnt að rekja ákveðin spor til ákveðinnar tegundar. Þegar það er ekki hægt hefur sporunum verið gefin sérstök nöfn á latínu, án tillits til þess hvaða dýr skildi þau eftir sig. Í nokkrum tilvikum hefur verið unnt að sjá hvernig risaeðlur ferðuðust um og fundist hafa spor sem benda til þess að sumar jurtaæturnar hafi haft ungviðið inni í hring stórra, fullvaxinna dýra. Þá má stundum ráða af sporunum hversu hratt dýrið fór og jafnvel fótlengd þess.



Stærstu fótspor eftir risaeðlur, sem unnt er að rekja með vissu til ákveðinnar tegundar, eru líklega fótspor þórseðlu (Apatosaurus). Farið eftir ilina á afturfæti er 72 cm langt og 55 cm breitt, en á framfæti 40 cm langt og 45 cm breitt. Förin eftir afturfæturna eru perulaga og breiðust fremst, en varla sést móta fyrir tánum þótt dýrin hafi fyrst of fremst gengið á þeim, enda voru tærnar á sameiginlegum ilpúða líkt og hjá fílum í dag.

Hjá ráneðlunum, til dæmis grameðlu (Tyrannosaurus), sést vel móta fyrir tánum, en þær voru þrjár og enduðu allar í beittri kló. Fótsporið er þess vegna ekki ósvipað og hjá fuglum sem ekki hafa sundfit. Lengd iljar um miðtá gat orðið allt að því 64 cm og breiddin að minnsta kosti 54 cm hjá grameðlu.

Skoðið einnig skyld svör:



Teikning af Þórseðlu: The Natural History Museum, London

Mynd af fólki og Þórseðlu: Úr kvikmyndinni Jurassic Park

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.3.2002

Spyrjandi

Signý Ingólfsdóttir, f. 1994,
Marta Sverrisdóttir, f. 1993

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2002. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2248.

Leifur A. Símonarson. (2002, 30. mars). Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2248

Leifur A. Símonarson. „Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2002. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2248>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist?
Útlimir risaeðlanna voru mjög fjölbreytilegir. Flestar stóru jurtaæturnar notuðu alla fjóra útlimina til gangs og voru með sterka og svera fótleggi og breiðar iljar. Hjá flestum þeirra voru þó afturlimirnir stærri en framlimirnir. Flestar ráneðlurnar gengu hins vegar nær eingöngu á afturlimunum (e. bipedal), sem voru miklu lengri en framlimirnir, en þá notuðu dýrin meira sem griplimi. Afturlimirnir hjá ráneðlunum minntu mjög á afturlimi fugla; voru oftast með þrjár tær með beittum klóm eða hóflaga nöglum.



Fótspor eftir risaeðlur hafa fundist á allmörgum stöðum, en ekki er alltaf ljóst hvaða dýr skildu eftir sig sporin. Í mörgum tilvikum er þó unnt að rekja ákveðin spor til ákveðinnar tegundar. Þegar það er ekki hægt hefur sporunum verið gefin sérstök nöfn á latínu, án tillits til þess hvaða dýr skildi þau eftir sig. Í nokkrum tilvikum hefur verið unnt að sjá hvernig risaeðlur ferðuðust um og fundist hafa spor sem benda til þess að sumar jurtaæturnar hafi haft ungviðið inni í hring stórra, fullvaxinna dýra. Þá má stundum ráða af sporunum hversu hratt dýrið fór og jafnvel fótlengd þess.



Stærstu fótspor eftir risaeðlur, sem unnt er að rekja með vissu til ákveðinnar tegundar, eru líklega fótspor þórseðlu (Apatosaurus). Farið eftir ilina á afturfæti er 72 cm langt og 55 cm breitt, en á framfæti 40 cm langt og 45 cm breitt. Förin eftir afturfæturna eru perulaga og breiðust fremst, en varla sést móta fyrir tánum þótt dýrin hafi fyrst of fremst gengið á þeim, enda voru tærnar á sameiginlegum ilpúða líkt og hjá fílum í dag.

Hjá ráneðlunum, til dæmis grameðlu (Tyrannosaurus), sést vel móta fyrir tánum, en þær voru þrjár og enduðu allar í beittri kló. Fótsporið er þess vegna ekki ósvipað og hjá fuglum sem ekki hafa sundfit. Lengd iljar um miðtá gat orðið allt að því 64 cm og breiddin að minnsta kosti 54 cm hjá grameðlu.

Skoðið einnig skyld svör:



Teikning af Þórseðlu: The Natural History Museum, London

Mynd af fólki og Þórseðlu: Úr kvikmyndinni Jurassic Park...