Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?

Sævar Helgi Bragason

Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörnunnar er 8,87 m/s2 en þyngdarhröðun við miðbaug jarðar er 9,78 m/s2. Lausnarhraðinn, sá hraði sem þarf til að losna úr þyngdarsviði himinhnattar frá yfirborði hans er 10,4 km/s. Einn Venusardagur jafngildir um 243 jarðardögum og árið á Venusi er styttra en dagurinn þar því að reikistjarnan er um 224 daga að ljúka einum hring umhverfis sólina.

Venus hefur þekkst frá forsögulegum tíma enda er hún bjartasta fyrirbæri himinsins fyrir utan sólina og tunglið, þegar hún er hvað björtust. Venus var eitt sinn talin tvö aðskild fyrirbæri: Eosphorus sem morgunstjarnan og Hesperus sem kvöldstjarnan. Venus er nefnd eftir rómverskri gyðju ástar og fegurðar. Reikistjarnan hefur einnig verið nefnd demantur himinsins, nornastjarnan og jafnvel drekastjarnan.

Þar sem Venus er nær sólu en jörðin sjást kvartilaskipti hennar frá jörðu. Þegar horft er í sést þetta vel. Ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó rannsakaði Venus og uppgötvaði kvartilaskiptin og var það mikilvæg vísbending um gildi sólmiðjukenningar Kóperníkusar.Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Venusi var Mariner 2 árið 1962. Síðan hafa mörg önnur geimför flogið framhjá og jafnvel lent. Fyrsta geimfarið sem lenti á Venusi var sovéska geimfarið Venera 7. Það var hins vegar Venera 9 sem tók fyrstu myndirnar af yfirborðinu (sjá mynd hér á undan). Síðasta farið sem heimsótti Venus var bandaríska sporbaugsfarið Magellan og gerði það nákvæmt ratsjárkort af yfirborðinu.

Venus hefur stundum verið nefnd systir jarðar og hún líkist jörðinni að ýmsu leyti. Þvermál Venusar er 95% af þvermáli jarðar og massinn er 80% af massa jarðar. Á báðum reikistjörnunum eru fáir gígar sem merkir að yfirborðin séu ung. Eðlismassi beggja reikistjarna er svipaður og efnasamsetningin lík. Vegna þessa töldu sumir bjartsýnismenn að fyrir neðan skýjahuluna á Venusi væri að finna plánetu líka jörðinni og jafnvel líf. Árið 1686 skrifaði meðal annars franskur maður að nafni Bernard de Fontenelle í einu bréfi sínu:
Ég get séð það héðan [...] hvernig íbúar Venusar líta út; þeir líkjast Márunum frá Granada; lítið svart fólk, sólbrennt, fullt af vitsmunum og eldi, alltaf ástfangið, semjandi ljóð, hefur mætur á tónlist, skipuleggjandi hátíðir, dansleiki og keppnir á hverjum degi.
En því miður höfðu de Fontenelle og hinir bjartsýnismennirnir rangt fyrir sér því að frekari rannsóknir leiddu í ljós að Venus er mjög ólík jörðinni þegar betur er að gáð, svo ólík að kalla mætti reikistjörnurnar himnaríki og helvíti.

Við yfirborð Venusar er gríðarlegur þrýstingur, 90 sinnum meiri en við yfirborð sjávar á jörðinni. Slíkur þrýstingur jafngildir þrýstingi á 1 km dýpi í höfum jarðar. Lofthjúpurinn er 96% koltvísýringur (CO2) og 3% köfnunarefni eða nitur. Í gufuhvolfinu er einnig að finna vatnsgufu, kolmónoxíð, argon, helín, neon, vetnisklóríð og vetnisflúoríð. Í skýjalögunum er svo brennisteinssýra sem rignir á yfirborðið. Skýin eru svo þykk að þau byrgja okkur algjörlega sýn á yfirborðið. Þessi gríðarlega þykki lofthjúpur framkallar hrikaleg gróðurhúsaáhrif sem hækka hitann á Venusi um 400°C og valda því að meðalyfirborðshitinn er líklega um 480°C. Hitinn er svo mikill að geimfari sem stæði á yfirborðinu sæi tíbrá allt í kringum sig. Þrátt fyrir að Merkúríus sé tvisvar sinnum nær sólinni en Venus er hitinn samt meiri á Venusi. Venus er því heitasta pláneta sólkerfisins.

Um efri skýjalögin í gufuhvolfinu leika miklir vindar þar sem vindhraðinn getur farið upp í allt að 97 m/s. Vindarnir við yfirborðið eru þó mun hægari, ekki meira en nokkrir metrar á sekúndu.

Vera má að á Venusi hafi eitt sinn verið mikið af vatni en það hefur allt gufað upp. Nú er Venus nokkuð þurr staður. Ef til vill hefði jörðin hlotið sömu örlög ef hún væri aðeins nær sólinni. Við gætum því lært mikið um jörðina okkar með því að rannsaka hvers vegna Venus varð svona ólík. Venus er einnig þörf áminning til okkar jarðarbúa um það sem við gætum gert ef við förum ekki varlega með náttúruna. Við gætum með öðrum orðum breytt himnaríki í helvíti.

Mestur hluti yfirborðsins er nokkuð hálendur. Þar er einnig að finna nokkrar víðáttumiklar dældir: Atlanta Planitia, Guinevere Planitia og Lavinia Planitia. Þar eru tvö stór hálendi: Ishtar Terra á norðurhvelinu sem er á stærð við Ástralíu og Aphrodite Terra við miðbauginn sem er á stærð við Suður-Ameríku. Á Ishtar-hálendinu eru aðallega sléttur, Lakshmi Planum, og er það umlukið hæstu fjöllum Venusar, þar á meðal hinum miklu Maxwell-fjöllum sem eru 17 km há.Gögn frá Magellan geimfarinu gefa til kynna að mikill hluti yfirborðsins sé þakin hrauni. Á Venusi eru nokkrar stórar dyngjur (eins og Skjaldbreiður og Ólympusfjall) líkt og Sif Mons sem sést hér að ofan. Nýlegar uppgötvanir gefa til kynna að á Venusi sé enn að finna eldvirkni, en einungis á nokkrum heitum reitum. Það á þó eftir að koma betur í ljós en Venus hefur að mestum hluta verið jarðfræðilega róleg síðustu hundrað milljón ár. Elstu landsvæðin á Venusi eru líklega um 800 milljón ára gömul. Mikil eldvirkni á þeim tíma hefur hulið eldra yfirborð og falið alla gíga sem líklega hafa myndast á Venusi. Á Venusi eru engir smáir gígar, en svo virðist sem smáir loftsteinar brenni upp í þéttu gufuhvolfinu áður en þeir ná niður að yfirborðinu. Gígarnir á Venusi virðast vera í þyrpingum sem bendir til þess að stórir loftsteinar hafi náð að yfirborðinu eftir að hafa tvístrast í lofthjúpnum.Myndir frá Magellan geimfarinu sýna mikið af athyglisverðum kennileitum á yfirborðin, til dæmis hin svonefndu pönnukökueldfjöll en þau virðast vera útbrot mikils og þykks hrauns sem hefur fallið saman yfir stórum kvikuþróm. Þau má sjá hér að ofan. Innviða Venusar svipar nokkuð til innviða jarðar. Talið er að Venus hafi járnkjarna með um 3000 km radíus og þar fyrir utan bráðinn bergmöttul sem nær langleiðina að yfirborðinu. Rannsóknir þykja benda til þess að skorpan á Venusi sé sterkari og þykkari en áður var talið.

Venus hefur ekkert segulsvið, ef til vill sökum hægs möndulsnúnings. Umhverfis Venus ganga heldur engin fylgitungl.

Á himninum er sést Venus best þegar kvölda tekur og einnig rétt fyrir sólarupprás. Auðvelt er að koma auga á hana á himninum vegna þess hve björt og áberandi hún er. Með góðum handsjónauka er hægt að sjá kvartilaskiptin á Venusi en slíkan sjónauka er hægt að fá nánast hvar sem er hér á landi. Ef reyna á að sjá einhver smáatriði í gufuhvolfinu verður þó að styðjast við góðan stjörnusjónauka og jafnvel að notast við einhvers konar síu til þess. Slíkir sjónaukar fást ekki hér á landi og því verður að leita út fyrir landsteinana til þess að finna góðan kíki. Ávallt skal vanda valið og fá helst leiðbeiningar frá vönum stjörnuskoðurum ef festa á kaup á slíku tæki. Slíkar leiðbeiningar er til dæmis hægt að fá á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Heimildir:
 • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
 • Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J.: Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freedman and Company. 1998.
 • Pasachoff, Jay: Astronomy: From the Earth to the Universe. Massachusets, Saunders College Publishing, 1998. Fimmta útgáfa.
 • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj): Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
 • Tilvitnunin er úr grein í júníhefti National Geographic tímaritsins frá árinu 1975.
 • Stjörnufræðivefurinn: Venus

Myndir:


Hér var einnig svarað eftirfarandi spurningum:
 • Er Venus alltaf hulin skýjum?
 • Hvað eru mörg efnasambönd á Venusi?
 • Hver er heitasta plánetan í sólkerfinu?
 • Hversu öflugan sjónauka þarf ég til að geta séð til dæmis Venus nokkuð greinilega, fást slíkir sjónaukar hér á landi?

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

2.4.2002

Spyrjandi

Þorkell Traustason
Magnús Magnússon
Þórunn Edda Sigurjónsdóttir
Stefán F. Benonýsson
Smári Lárusson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2002. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2254.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 2. apríl). Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2254

Sævar Helgi Bragason. „Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2002. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2254>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?
Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörnunnar er 8,87 m/s2 en þyngdarhröðun við miðbaug jarðar er 9,78 m/s2. Lausnarhraðinn, sá hraði sem þarf til að losna úr þyngdarsviði himinhnattar frá yfirborði hans er 10,4 km/s. Einn Venusardagur jafngildir um 243 jarðardögum og árið á Venusi er styttra en dagurinn þar því að reikistjarnan er um 224 daga að ljúka einum hring umhverfis sólina.

Venus hefur þekkst frá forsögulegum tíma enda er hún bjartasta fyrirbæri himinsins fyrir utan sólina og tunglið, þegar hún er hvað björtust. Venus var eitt sinn talin tvö aðskild fyrirbæri: Eosphorus sem morgunstjarnan og Hesperus sem kvöldstjarnan. Venus er nefnd eftir rómverskri gyðju ástar og fegurðar. Reikistjarnan hefur einnig verið nefnd demantur himinsins, nornastjarnan og jafnvel drekastjarnan.

Þar sem Venus er nær sólu en jörðin sjást kvartilaskipti hennar frá jörðu. Þegar horft er í sést þetta vel. Ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó rannsakaði Venus og uppgötvaði kvartilaskiptin og var það mikilvæg vísbending um gildi sólmiðjukenningar Kóperníkusar.Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Venusi var Mariner 2 árið 1962. Síðan hafa mörg önnur geimför flogið framhjá og jafnvel lent. Fyrsta geimfarið sem lenti á Venusi var sovéska geimfarið Venera 7. Það var hins vegar Venera 9 sem tók fyrstu myndirnar af yfirborðinu (sjá mynd hér á undan). Síðasta farið sem heimsótti Venus var bandaríska sporbaugsfarið Magellan og gerði það nákvæmt ratsjárkort af yfirborðinu.

Venus hefur stundum verið nefnd systir jarðar og hún líkist jörðinni að ýmsu leyti. Þvermál Venusar er 95% af þvermáli jarðar og massinn er 80% af massa jarðar. Á báðum reikistjörnunum eru fáir gígar sem merkir að yfirborðin séu ung. Eðlismassi beggja reikistjarna er svipaður og efnasamsetningin lík. Vegna þessa töldu sumir bjartsýnismenn að fyrir neðan skýjahuluna á Venusi væri að finna plánetu líka jörðinni og jafnvel líf. Árið 1686 skrifaði meðal annars franskur maður að nafni Bernard de Fontenelle í einu bréfi sínu:
Ég get séð það héðan [...] hvernig íbúar Venusar líta út; þeir líkjast Márunum frá Granada; lítið svart fólk, sólbrennt, fullt af vitsmunum og eldi, alltaf ástfangið, semjandi ljóð, hefur mætur á tónlist, skipuleggjandi hátíðir, dansleiki og keppnir á hverjum degi.
En því miður höfðu de Fontenelle og hinir bjartsýnismennirnir rangt fyrir sér því að frekari rannsóknir leiddu í ljós að Venus er mjög ólík jörðinni þegar betur er að gáð, svo ólík að kalla mætti reikistjörnurnar himnaríki og helvíti.

Við yfirborð Venusar er gríðarlegur þrýstingur, 90 sinnum meiri en við yfirborð sjávar á jörðinni. Slíkur þrýstingur jafngildir þrýstingi á 1 km dýpi í höfum jarðar. Lofthjúpurinn er 96% koltvísýringur (CO2) og 3% köfnunarefni eða nitur. Í gufuhvolfinu er einnig að finna vatnsgufu, kolmónoxíð, argon, helín, neon, vetnisklóríð og vetnisflúoríð. Í skýjalögunum er svo brennisteinssýra sem rignir á yfirborðið. Skýin eru svo þykk að þau byrgja okkur algjörlega sýn á yfirborðið. Þessi gríðarlega þykki lofthjúpur framkallar hrikaleg gróðurhúsaáhrif sem hækka hitann á Venusi um 400°C og valda því að meðalyfirborðshitinn er líklega um 480°C. Hitinn er svo mikill að geimfari sem stæði á yfirborðinu sæi tíbrá allt í kringum sig. Þrátt fyrir að Merkúríus sé tvisvar sinnum nær sólinni en Venus er hitinn samt meiri á Venusi. Venus er því heitasta pláneta sólkerfisins.

Um efri skýjalögin í gufuhvolfinu leika miklir vindar þar sem vindhraðinn getur farið upp í allt að 97 m/s. Vindarnir við yfirborðið eru þó mun hægari, ekki meira en nokkrir metrar á sekúndu.

Vera má að á Venusi hafi eitt sinn verið mikið af vatni en það hefur allt gufað upp. Nú er Venus nokkuð þurr staður. Ef til vill hefði jörðin hlotið sömu örlög ef hún væri aðeins nær sólinni. Við gætum því lært mikið um jörðina okkar með því að rannsaka hvers vegna Venus varð svona ólík. Venus er einnig þörf áminning til okkar jarðarbúa um það sem við gætum gert ef við förum ekki varlega með náttúruna. Við gætum með öðrum orðum breytt himnaríki í helvíti.

Mestur hluti yfirborðsins er nokkuð hálendur. Þar er einnig að finna nokkrar víðáttumiklar dældir: Atlanta Planitia, Guinevere Planitia og Lavinia Planitia. Þar eru tvö stór hálendi: Ishtar Terra á norðurhvelinu sem er á stærð við Ástralíu og Aphrodite Terra við miðbauginn sem er á stærð við Suður-Ameríku. Á Ishtar-hálendinu eru aðallega sléttur, Lakshmi Planum, og er það umlukið hæstu fjöllum Venusar, þar á meðal hinum miklu Maxwell-fjöllum sem eru 17 km há.Gögn frá Magellan geimfarinu gefa til kynna að mikill hluti yfirborðsins sé þakin hrauni. Á Venusi eru nokkrar stórar dyngjur (eins og Skjaldbreiður og Ólympusfjall) líkt og Sif Mons sem sést hér að ofan. Nýlegar uppgötvanir gefa til kynna að á Venusi sé enn að finna eldvirkni, en einungis á nokkrum heitum reitum. Það á þó eftir að koma betur í ljós en Venus hefur að mestum hluta verið jarðfræðilega róleg síðustu hundrað milljón ár. Elstu landsvæðin á Venusi eru líklega um 800 milljón ára gömul. Mikil eldvirkni á þeim tíma hefur hulið eldra yfirborð og falið alla gíga sem líklega hafa myndast á Venusi. Á Venusi eru engir smáir gígar, en svo virðist sem smáir loftsteinar brenni upp í þéttu gufuhvolfinu áður en þeir ná niður að yfirborðinu. Gígarnir á Venusi virðast vera í þyrpingum sem bendir til þess að stórir loftsteinar hafi náð að yfirborðinu eftir að hafa tvístrast í lofthjúpnum.Myndir frá Magellan geimfarinu sýna mikið af athyglisverðum kennileitum á yfirborðin, til dæmis hin svonefndu pönnukökueldfjöll en þau virðast vera útbrot mikils og þykks hrauns sem hefur fallið saman yfir stórum kvikuþróm. Þau má sjá hér að ofan. Innviða Venusar svipar nokkuð til innviða jarðar. Talið er að Venus hafi járnkjarna með um 3000 km radíus og þar fyrir utan bráðinn bergmöttul sem nær langleiðina að yfirborðinu. Rannsóknir þykja benda til þess að skorpan á Venusi sé sterkari og þykkari en áður var talið.

Venus hefur ekkert segulsvið, ef til vill sökum hægs möndulsnúnings. Umhverfis Venus ganga heldur engin fylgitungl.

Á himninum er sést Venus best þegar kvölda tekur og einnig rétt fyrir sólarupprás. Auðvelt er að koma auga á hana á himninum vegna þess hve björt og áberandi hún er. Með góðum handsjónauka er hægt að sjá kvartilaskiptin á Venusi en slíkan sjónauka er hægt að fá nánast hvar sem er hér á landi. Ef reyna á að sjá einhver smáatriði í gufuhvolfinu verður þó að styðjast við góðan stjörnusjónauka og jafnvel að notast við einhvers konar síu til þess. Slíkir sjónaukar fást ekki hér á landi og því verður að leita út fyrir landsteinana til þess að finna góðan kíki. Ávallt skal vanda valið og fá helst leiðbeiningar frá vönum stjörnuskoðurum ef festa á kaup á slíku tæki. Slíkar leiðbeiningar er til dæmis hægt að fá á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Heimildir:
 • Beatty, J. K., og A. Chaikin (ritstj): The New Solar System. Sky Publishing House, Bandaríkin/England 1990.
 • Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J.: Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freedman and Company. 1998.
 • Pasachoff, Jay: Astronomy: From the Earth to the Universe. Massachusets, Saunders College Publishing, 1998. Fimmta útgáfa.
 • Weissmann, P. R., McFadden, L. (ritstj): Encyclopedia of the Solar System. New York, Academic Press, 1990.
 • Tilvitnunin er úr grein í júníhefti National Geographic tímaritsins frá árinu 1975.
 • Stjörnufræðivefurinn: Venus

Myndir:


Hér var einnig svarað eftirfarandi spurningum:
 • Er Venus alltaf hulin skýjum?
 • Hvað eru mörg efnasambönd á Venusi?
 • Hver er heitasta plánetan í sólkerfinu?
 • Hversu öflugan sjónauka þarf ég til að geta séð til dæmis Venus nokkuð greinilega, fást slíkir sjónaukar hér á landi?

...