Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig.
Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott.
Húsamús getur troðið sér í gegnum gat sem er á stærð við smápening. Hún þrífst ágætlega ef frost fer ekki niður fyrir 10 stig. Hún getur náð sex ára aldri og eignast allt að sex unga á 50 daga fresti.
Mikill óþrifnaður fylgir músum. Þær éta 15-20 sinnum á dag og á einum mánuði innbyrða þær fimm- til tífalda eigin þyngd. Húsamúsin étur mat sem geymdur er í skýlum og geymslum og getur nagað í sundur símalínur. Á músinni finnast flær, smámaurar og önnur sníkjudýr.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Heimild og mynd
Lilja Kristinsdóttir. „Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?“ Vísindavefurinn, 20. september 2002, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2257.
Lilja Kristinsdóttir. (2002, 20. september). Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2257
Lilja Kristinsdóttir. „Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2002. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2257>.