Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er elsta þekkta lag í heimi?

Elísabet Engsbråten

Fræðimenn geta aðeins giskað á það hvaða þjóðflokkar voru fyrstir til að spila tónlist.

Elsta hljóðfæri í heimi sem vitað er um er flauta úr holu beini sem kallast Neanderdalsflautan. Hún er talin vera 45 þúsund ára gömul.

Talið er að 3400 ára gamlar leirtöflur sem fundust á Sýrlandi (þar sem nú er Ras Shamra) hafi að geyma nótnaskrift. Töflurnar fundust á sjötta áratugnum en árið 1972 uppgöttaði prófessor Anne Draffkorn Kilmer að á þeim væri lag með nótum og texta. Sennilega átti að nota lagið við trúarlegar athafnir og þetta er elsta lagið sem vitað er um með nótum og texta. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig nóturnar litu út. Textinn sjálfur er skrifaður á efri hlutanum og nóturnar á þeim neðri. Ef smellt er hér má heyra hvernig lagið hljómar.



Sjá einnig svar við spurningunni Hvert var fyrsta hljóðfærið? og svar Karólínu Eiríksdóttur við spurningunni Hverjir hönnuðu nótnakerfið til að skrifa tónlist upprunalega og hvernig hefur aðferðin breyst frá því hún var fyrst notuð?

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir, mynd og hljóð

Webster Internet

Útgáfudagur

3.4.2002

Spyrjandi

Agnar Júlíusson

Tilvísun

Elísabet Engsbråten. „Hvað er elsta þekkta lag í heimi?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2002, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2258.

Elísabet Engsbråten. (2002, 3. apríl). Hvað er elsta þekkta lag í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2258

Elísabet Engsbråten. „Hvað er elsta þekkta lag í heimi?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2002. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er elsta þekkta lag í heimi?
Fræðimenn geta aðeins giskað á það hvaða þjóðflokkar voru fyrstir til að spila tónlist.

Elsta hljóðfæri í heimi sem vitað er um er flauta úr holu beini sem kallast Neanderdalsflautan. Hún er talin vera 45 þúsund ára gömul.

Talið er að 3400 ára gamlar leirtöflur sem fundust á Sýrlandi (þar sem nú er Ras Shamra) hafi að geyma nótnaskrift. Töflurnar fundust á sjötta áratugnum en árið 1972 uppgöttaði prófessor Anne Draffkorn Kilmer að á þeim væri lag með nótum og texta. Sennilega átti að nota lagið við trúarlegar athafnir og þetta er elsta lagið sem vitað er um með nótum og texta. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig nóturnar litu út. Textinn sjálfur er skrifaður á efri hlutanum og nóturnar á þeim neðri. Ef smellt er hér má heyra hvernig lagið hljómar.



Sjá einnig svar við spurningunni Hvert var fyrsta hljóðfærið? og svar Karólínu Eiríksdóttur við spurningunni Hverjir hönnuðu nótnakerfið til að skrifa tónlist upprunalega og hvernig hefur aðferðin breyst frá því hún var fyrst notuð?

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir, mynd og hljóð

Webster Internet

...