Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?

Jón Már Halldórsson

Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt.

Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin eru yfirleitt stærri en karldýrin. Fiðrildi þessi finnast á mjög stóru svæði allt frá Írlandi í vestri og að Amur-fljótinu í Austur-Rússlandi. Fiðrildin lifa nyrst í Skandinavíu og á heimskautasvæðum Rússlands en þau lifa einnig suður í Frakklandi, Slóvakíu og á Kákasussvæðum Rússlands.

Þar sem loftslag er heitt skríður fiðrildið úr púpunni í mars en þar sem kaldara er í lofti skríður fiðrildið út í maí.

Rannsóknir sem hafa verið gerðar á þefskyni karldýra keisarafiðrildisins sýna að þau geta greint ferómón ófrjóvgaðs kvendýrs í um 11 kílómetra fjarlægð. Kvendýrið hefur um 0,0001 milligram af þessu efni í sér.



Karldýr keisarafiðrildisins

Myndin er fengin af vefsetri David Frasers

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.4.2002

Spyrjandi

Jónas Lúðvíksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2273.

Jón Már Halldórsson. (2002, 8. apríl). Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2273

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr hefur besta lyktarskynið?
Vísindamenn telja að það dýr sem hafi besta lyktarskynið sé fiðrildi af ættbálknum Lepidoptera. Fremstur á meðal jafningja í ættbálknum hvað lyktarskyn varðar er karldýr keisarafiðrildisins (Eudia pavonia) en lyktarskyn þess er gríðarlega næmt.

Keisarafiðrildið hefur 55 til 75 millimetra vænghaf en kvendýrin eru yfirleitt stærri en karldýrin. Fiðrildi þessi finnast á mjög stóru svæði allt frá Írlandi í vestri og að Amur-fljótinu í Austur-Rússlandi. Fiðrildin lifa nyrst í Skandinavíu og á heimskautasvæðum Rússlands en þau lifa einnig suður í Frakklandi, Slóvakíu og á Kákasussvæðum Rússlands.

Þar sem loftslag er heitt skríður fiðrildið úr púpunni í mars en þar sem kaldara er í lofti skríður fiðrildið út í maí.

Rannsóknir sem hafa verið gerðar á þefskyni karldýra keisarafiðrildisins sýna að þau geta greint ferómón ófrjóvgaðs kvendýrs í um 11 kílómetra fjarlægð. Kvendýrið hefur um 0,0001 milligram af þessu efni í sér.



Karldýr keisarafiðrildisins

Myndin er fengin af vefsetri David Frasers

...