Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?

Kristján Leósson

Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri.

Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt út frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og um 25.000 tonn af kísilgúr voru framleidd í kísiliðjunni við Mývatn. Í náttúrunni finnst kísill aðeins í efnasamböndum, aðallega með súrefni. Hreinan kísil er hægt að einangra úr slíkum náttúrulegum efnasamböndum og er hann glansandi að sjá - líkt og málmur - og hefur sérstaka rafleiðnieiginleika. Inni í langflestum tölvukubbum og öðrum örrásum eru þunnar kísilflögur sem sagaðar eru úr feiknastórum og ofurhreinum kísilkristöllum.

Leikkonan Pamela Anderson sem meðal annars vakti athygli fyrir mikinn barm sinn lét fjarlægja "silíkonið" úr brjóstunum árið 1999.

Það sem kallað er á íslensku í daglegu tali "silíkon" (e. silicone) á hins vegar við flokk efna þar sem kísill og súrefni koma við sögu, en einnig lífræn efnasambönd. Þar á meðal eru ýmsar olíur og gel sem meðal annars má finna í hreinsiefnum, snyrtivörum og í púðum sem gerðir eru til ígræðslu í líkamann. Konur sem hafa "sílíkon" í brjóstunum bera þess vegna á sér nokkurt magn af kísli, þó svo að hann sé ekki á sama hreina formi og finna má í tölvukubbum.

Mynd:

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

8.4.2002

Síðast uppfært

21.9.2020

Spyrjandi

Hans Pétursson, fæddur 1986

Tilvísun

Kristján Leósson. „Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2002, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2275.

Kristján Leósson. (2002, 8. apríl). Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2275

Kristján Leósson. „Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2002. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2275>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?
Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri.

Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt út frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og um 25.000 tonn af kísilgúr voru framleidd í kísiliðjunni við Mývatn. Í náttúrunni finnst kísill aðeins í efnasamböndum, aðallega með súrefni. Hreinan kísil er hægt að einangra úr slíkum náttúrulegum efnasamböndum og er hann glansandi að sjá - líkt og málmur - og hefur sérstaka rafleiðnieiginleika. Inni í langflestum tölvukubbum og öðrum örrásum eru þunnar kísilflögur sem sagaðar eru úr feiknastórum og ofurhreinum kísilkristöllum.

Leikkonan Pamela Anderson sem meðal annars vakti athygli fyrir mikinn barm sinn lét fjarlægja "silíkonið" úr brjóstunum árið 1999.

Það sem kallað er á íslensku í daglegu tali "silíkon" (e. silicone) á hins vegar við flokk efna þar sem kísill og súrefni koma við sögu, en einnig lífræn efnasambönd. Þar á meðal eru ýmsar olíur og gel sem meðal annars má finna í hreinsiefnum, snyrtivörum og í púðum sem gerðir eru til ígræðslu í líkamann. Konur sem hafa "sílíkon" í brjóstunum bera þess vegna á sér nokkurt magn af kísli, þó svo að hann sé ekki á sama hreina formi og finna má í tölvukubbum.

Mynd:...