Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?

Sveinn Eggertsson

Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkjunum á alþjóðavettvangi (Ensk-Íslensk Orðabók 1984:1086).

Samkvæmt skilgreiningunni eiga flest þróunarríki það sameiginlegt að vera með litla þjóðarframleiðslu á hvern íbúa, búa við slæmar samgöngur, fjármagnsskort og orkuskort og fábreyttan útflutning sem einkennist oft af hráefnisútflutningi.

Það eru hins vegar ýmis vandkvæði á því að nota hugtakið þriðji heimurinn eða þróunarríki út frá sjónarhóli mannfræðinnar.

Í fyrsta lagi þá er hugtakið 'þriðja heims ríki', sem varð til upp úr lokum annarar heimsstyrjaldar, allt of víðfeðmt til þess að rétt sé að nota það með nokkru skynsamlegu móti að minnsta kosti í mannfræði. Í mannfræði reynum við í flestum tilvikum að hafa flokkunina fínkornóttari og taka tillit til menningar og sögu heimamanna og viðhorfa þeirra sjálfra til tilverunnar. Þessi hugsmíð um þriðja heiminn fellir undir sama hatt gífurlega ólík ríki að stærð og fólksfjölda, sögu og aldri.

Í öðru lagi þá er þessi flokkun mjög þjóðhverf, því það sem fyrst og fremst er talið einkenna þessi þriðja heims ríki er einhvers konar skortur skilgreindur út frá evrópskum og norður-amerískum sjónarmiðum (sjá Hannes Í Ólafsson 2002). Auk þess eru oft flokkaðir undir þetta framandi menningarheimar sem eru þá settir fram sem óraunverulegir eða eins og þeir tilheyri liðinni tíð, samanborið við evrópskan eða norður-amerískan veruleika (Escobar 1995:7-8). Þetta viðheldur fordómum gagnvart fólki slíkra menningarheima og hugmyndir sem á slíkum fordómum eru byggðar verða oft réttlæting valdbeitingar.

Það þriðja sem má nefna er að heimurinn hefur breyst mikið frá því á fimmta áratug 20. aldar og frá þeirri þrískiptingu sem menn töluðu um á tímum kalda stríðsins. Hugmynd um 'þriðja heims ríki' er því ekki einungis gróf og þjóðhverf (sem að mínu mati er alveg nóg til að hafna henni) heldur eru upphaflegar forsendur þess að þessi skilgreining varð til ekki lengur til staðar.

Þetta hugtak er þó í notkun, og sem slíkt er það raunverulegt. Því er gott að kunna á því einhver skil. Hvað svo sem það segir um raunveruleika þess fólks sem menn reyna að fjalla um út frá því, þá segir það heilmargt um þá sem nota það. Hagfræðingar og stjórnmálafræðingar hafa eflaust annan skilning á því en ég sem mannfræðingur.

Heimildir

Ensk-Íslensk Orðabók. 1984. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar.Reykjavík: Örn og Örlygur.

Escobar, A. 1995. Encountering development: The making and the unmaking of the third world. New Jersey: Princeton University Press.

Hannes Í. Ólafsson. 2002. Ríkar þjóðir og snauðar. Reykjavík: Mál og menning.Mynd: HB

Höfundur

lektor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.4.2002

Spyrjandi

Erna Hlín Einarsdóttir

Tilvísun

Sveinn Eggertsson. „Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2002, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2279.

Sveinn Eggertsson. (2002, 9. apríl). Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2279

Sveinn Eggertsson. „Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2002. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2279>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?
Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkjunum á alþjóðavettvangi (Ensk-Íslensk Orðabók 1984:1086).

Samkvæmt skilgreiningunni eiga flest þróunarríki það sameiginlegt að vera með litla þjóðarframleiðslu á hvern íbúa, búa við slæmar samgöngur, fjármagnsskort og orkuskort og fábreyttan útflutning sem einkennist oft af hráefnisútflutningi.

Það eru hins vegar ýmis vandkvæði á því að nota hugtakið þriðji heimurinn eða þróunarríki út frá sjónarhóli mannfræðinnar.

Í fyrsta lagi þá er hugtakið 'þriðja heims ríki', sem varð til upp úr lokum annarar heimsstyrjaldar, allt of víðfeðmt til þess að rétt sé að nota það með nokkru skynsamlegu móti að minnsta kosti í mannfræði. Í mannfræði reynum við í flestum tilvikum að hafa flokkunina fínkornóttari og taka tillit til menningar og sögu heimamanna og viðhorfa þeirra sjálfra til tilverunnar. Þessi hugsmíð um þriðja heiminn fellir undir sama hatt gífurlega ólík ríki að stærð og fólksfjölda, sögu og aldri.

Í öðru lagi þá er þessi flokkun mjög þjóðhverf, því það sem fyrst og fremst er talið einkenna þessi þriðja heims ríki er einhvers konar skortur skilgreindur út frá evrópskum og norður-amerískum sjónarmiðum (sjá Hannes Í Ólafsson 2002). Auk þess eru oft flokkaðir undir þetta framandi menningarheimar sem eru þá settir fram sem óraunverulegir eða eins og þeir tilheyri liðinni tíð, samanborið við evrópskan eða norður-amerískan veruleika (Escobar 1995:7-8). Þetta viðheldur fordómum gagnvart fólki slíkra menningarheima og hugmyndir sem á slíkum fordómum eru byggðar verða oft réttlæting valdbeitingar.

Það þriðja sem má nefna er að heimurinn hefur breyst mikið frá því á fimmta áratug 20. aldar og frá þeirri þrískiptingu sem menn töluðu um á tímum kalda stríðsins. Hugmynd um 'þriðja heims ríki' er því ekki einungis gróf og þjóðhverf (sem að mínu mati er alveg nóg til að hafna henni) heldur eru upphaflegar forsendur þess að þessi skilgreining varð til ekki lengur til staðar.

Þetta hugtak er þó í notkun, og sem slíkt er það raunverulegt. Því er gott að kunna á því einhver skil. Hvað svo sem það segir um raunveruleika þess fólks sem menn reyna að fjalla um út frá því, þá segir það heilmargt um þá sem nota það. Hagfræðingar og stjórnmálafræðingar hafa eflaust annan skilning á því en ég sem mannfræðingur.

Heimildir

Ensk-Íslensk Orðabók. 1984. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar.Reykjavík: Örn og Örlygur.

Escobar, A. 1995. Encountering development: The making and the unmaking of the third world. New Jersey: Princeton University Press.

Hannes Í. Ólafsson. 2002. Ríkar þjóðir og snauðar. Reykjavík: Mál og menning.Mynd: HB

...