Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .-
Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til að hafa samskipti sín á milli áður en talsíminn tók við því hlutverki. Ef einhver ruglaðist og sendi rangt orð eða ætlaði að orða setningu öðruvísi voru sendir átta punktar (.......) til merkis um að seinasta orðið átti að stroka út.
Skátar víða um heim læra Morse-kóðann utan að til að geta sent skilaboð hver til annars með vasaljósi. Núna er þess náttúrlega yfirleitt ekki lengur þörf; þú þarft bara að eiga farsíma!
Í töflunum hér fyrir neðan sést hvernig merkin eru táknuð.
Stafur
Morse
Stafur
Morse
Stafur
Morse
Stafur
Morse
A
.-
B
-...
C
-.-.
D
-..
E
.
F
..-.
G
--.
H
....
I
..
J
.---
K
-.-
L
.-..
M
--
N
-.
O
---
P
.--.
Q
--.-
R
.-.
S
...
T
-
U
..-
V
...-
W
.--
X
-..-
Y
-.--
Z
--..
Ä
.-.-
Á
.--.-
Å
.--.-
Ch
----
É
..-..
Ñ
--.--
Ö
---.
Ü
..--
Tala
Morse
Tala
Morse
Tala
Morse
Tala
Morse
Tala
Morse
0
-----
1
.----
2
..---
3
...--
4
....-
5
.....
6
-....
7
--...
8
---..
9
----.
Greinamerki
Morse
Greinamerki
Morse
Greinamerki
Morse
Punktur
.-.-.-
Komma
--..--
Tvípunktur
---...
Spurningamerki
..--..
Úrfellingarmerki
.----.
Bandstrik
-....-
Brotastrik
-..-.
Svigi
-.--.-
Gæsalappir
.-..-.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Heimild Síða um Morsekóðann
Myndina af gömlu Morse-tæki fundum við á vefsetri breska símafyrirtækisins BT
Bryndís Bjarkadóttir. „Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2002, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2284.
Bryndís Bjarkadóttir. (2002, 10. apríl). Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2284
Bryndís Bjarkadóttir. „Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2002. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2284>.