
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag-
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

Hér er kröfuganga að leggja af stað frá Hallgrímskirkju í Reykjavík á 1. maí árið 2000
Textann að Nallanum fengum við á heimasíðu Sósíalistafélagsins
Myndina frá 1.maí hátíðarhöldunum fengum við á heimasíðu Salvarar Gissurardóttur með góðfúslegu leyfi hennar.