Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Jón Már Halldórsson

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. Vænghaf þessara dýra getur verið allt að 18 cm.

Hins vegar er þyngsta tegundin sem fundist hefur hin ástralska Macropanesthia rhinocerus sem getur vegið yfir 50 grömm. Þess má geta að minnsti kakkalakkinn heitir Attaphilla fungicola, lifir í Bandaríkjunum og getur orðið mest um 4 millimetrar á lengd.

Af þeim rúmlega 4000 tegundum kakkalakka sem þekktar eru, eru afar fáar sem sækja að staðaldri inn á heimili fólks og eru í þeim skilningi meindýr. Sumir fræðimenn halda því fram að aðeins á milli 20 til 30 tegundir finnist reglulega í mannabústöðum eða innan við 1% af öllum tegundum kakkalakka. Flestar tegundirnar lifa við miðbaug, með öðrum orðum á skógarbotnum regnskóganna í Suður-Ameríku, Asíu og í Afríku.

Kakkalakkar hafa sýnt gríðalega aðlögunarhæfni á löngum tilvistartíma sínum hér á jörðinni og kemur það glögglega fram í fæðuvali þeirra. En þeir éta bókstaflega allt það sem mögulegt er að éta eins og til dæmis rotnandi plöntuleifar og úrgang úr dýrum. Það má eiginlega segja að þeir séu algerir tækifærissinnar hvað fæðuval varðar. Rannsóknir á meltingakerfi kakkalakka hefur sýnt að þeir hafa fjölbreytta flóru baktería og annarra örvera í meltingakerfinu sem hjálpar til við niðurbrot á lífrænum leifum sem þeir leggja sig til munns.

Kakkalakkar hafa dreifst víða um heim fyrir tilstuðlan mannsins. Til dæmis barst kínversk tegund til Flórída-ríkis í Bandaríkjunum kringum 1980 og hefur síðan orðið að miklum faraldri í híbýlum manna þar. Hið slæma orðspor sem fer af kakkalökkum á sér margar ástæður. Þeir spilla matarbirgðum og gefa frá sér andstyggilega lykt. Sennilega er þó alvarlegast að þeir geta borið með sér sjúkdómsvaldandi örverur á borð við Salmonellu og Shigellu.

Menn hafa lengi reynt að útrýma þessum meindýrum úr híbýlum sínum, meðal annars með skordýraeitri. Afleiðingin hefur hins vegar verið sú að kakkalakkar eru farnir að mynda ónæmi gegn öllum helstu gerðum af skordýraeitri.

Eins og venjulegt er meðal skordýra sem dreifast frá heitari svæðum yfir í kaldari þá leita þau á staði sem hafa svipað hitastig og þau eru löguð að. Fáir staðir aðrir en híbýli okkar mannanna eru betur til þess fallnir að veita þeim notalega hlýju og jafnt og stöðugt fæðuframboð því að kakkalakkar leggja sér gjarnan til munns önnur skordýr sem finnast í húsum svo og mat og matarleifar sem tilheyra okkur mönnunum.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.4.2002

Spyrjandi

Gunnar Dofri Ólafsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2300.

Jón Már Halldórsson. (2002, 15. apríl). Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2300

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?
Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. Vænghaf þessara dýra getur verið allt að 18 cm.

Hins vegar er þyngsta tegundin sem fundist hefur hin ástralska Macropanesthia rhinocerus sem getur vegið yfir 50 grömm. Þess má geta að minnsti kakkalakkinn heitir Attaphilla fungicola, lifir í Bandaríkjunum og getur orðið mest um 4 millimetrar á lengd.

Af þeim rúmlega 4000 tegundum kakkalakka sem þekktar eru, eru afar fáar sem sækja að staðaldri inn á heimili fólks og eru í þeim skilningi meindýr. Sumir fræðimenn halda því fram að aðeins á milli 20 til 30 tegundir finnist reglulega í mannabústöðum eða innan við 1% af öllum tegundum kakkalakka. Flestar tegundirnar lifa við miðbaug, með öðrum orðum á skógarbotnum regnskóganna í Suður-Ameríku, Asíu og í Afríku.

Kakkalakkar hafa sýnt gríðalega aðlögunarhæfni á löngum tilvistartíma sínum hér á jörðinni og kemur það glögglega fram í fæðuvali þeirra. En þeir éta bókstaflega allt það sem mögulegt er að éta eins og til dæmis rotnandi plöntuleifar og úrgang úr dýrum. Það má eiginlega segja að þeir séu algerir tækifærissinnar hvað fæðuval varðar. Rannsóknir á meltingakerfi kakkalakka hefur sýnt að þeir hafa fjölbreytta flóru baktería og annarra örvera í meltingakerfinu sem hjálpar til við niðurbrot á lífrænum leifum sem þeir leggja sig til munns.

Kakkalakkar hafa dreifst víða um heim fyrir tilstuðlan mannsins. Til dæmis barst kínversk tegund til Flórída-ríkis í Bandaríkjunum kringum 1980 og hefur síðan orðið að miklum faraldri í híbýlum manna þar. Hið slæma orðspor sem fer af kakkalökkum á sér margar ástæður. Þeir spilla matarbirgðum og gefa frá sér andstyggilega lykt. Sennilega er þó alvarlegast að þeir geta borið með sér sjúkdómsvaldandi örverur á borð við Salmonellu og Shigellu.

Menn hafa lengi reynt að útrýma þessum meindýrum úr híbýlum sínum, meðal annars með skordýraeitri. Afleiðingin hefur hins vegar verið sú að kakkalakkar eru farnir að mynda ónæmi gegn öllum helstu gerðum af skordýraeitri.

Eins og venjulegt er meðal skordýra sem dreifast frá heitari svæðum yfir í kaldari þá leita þau á staði sem hafa svipað hitastig og þau eru löguð að. Fáir staðir aðrir en híbýli okkar mannanna eru betur til þess fallnir að veita þeim notalega hlýju og jafnt og stöðugt fæðuframboð því að kakkalakkar leggja sér gjarnan til munns önnur skordýr sem finnast í húsum svo og mat og matarleifar sem tilheyra okkur mönnunum. ...