Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?

Einar G. Pétursson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546.

Merking orðsins er ekki alltaf ljós í elstu heimildum, og stundum virðist það einnig geta merkt hlífðarkápu eins og þegar Oddur biskup Einarsson segist 1612 hafa haft blöð úr skinnbókum „um skrifaðar bækur mínar til saurblaða.” Á 18. öld eru mörg örugg dæmi um orðið í merkingunni „fyrsta eða aftasta síða í bók.” Ástæðan fyrir því að blöðin hafa verið kölluð svo er sú, að þau hafa átt að hlífa bókinni við saur, óhreinindum.

Á dönsku kallast þetta blað ýmist 'smudsblad' eða 'forsatsblad', á sænsku 'smutsblad' og á ensku 'flyleaf', svo að ljóst er að orðið er ekki tökuorð úr þeim málum. Hvort orðið er þýtt úr dönsku er ekki ljóst en eins víst að eitthvert óþekkt orð liggi að baki og hafi verið fyrirmynd. Fyrri hluti orðsins gæti fremur bent til þess að það sé gamalt, en fyrir því eru engar heimildir.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Árnastofnun

Útgáfudagur

16.4.2002

Spyrjandi

Ásgerður Eir Jónasdóttir

Tilvísun

Einar G. Pétursson. „Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2305.

Einar G. Pétursson. (2002, 16. apríl). Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2305

Einar G. Pétursson. „Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?
Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546.

Merking orðsins er ekki alltaf ljós í elstu heimildum, og stundum virðist það einnig geta merkt hlífðarkápu eins og þegar Oddur biskup Einarsson segist 1612 hafa haft blöð úr skinnbókum „um skrifaðar bækur mínar til saurblaða.” Á 18. öld eru mörg örugg dæmi um orðið í merkingunni „fyrsta eða aftasta síða í bók.” Ástæðan fyrir því að blöðin hafa verið kölluð svo er sú, að þau hafa átt að hlífa bókinni við saur, óhreinindum.

Á dönsku kallast þetta blað ýmist 'smudsblad' eða 'forsatsblad', á sænsku 'smutsblad' og á ensku 'flyleaf', svo að ljóst er að orðið er ekki tökuorð úr þeim málum. Hvort orðið er þýtt úr dönsku er ekki ljóst en eins víst að eitthvert óþekkt orð liggi að baki og hafi verið fyrirmynd. Fyrri hluti orðsins gæti fremur bent til þess að það sé gamalt, en fyrir því eru engar heimildir.

...