Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?

Atli Harðarson

Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. Í báðum tilvikum er svarið: Já, það er í flestum tilvikum löglegt.

Nokkur orð um fyrri skilninginn:

Málfrelsi felur í sér að menn megi segja hvað sem þeir vilja bæði í ræðu og riti, á opinberum vettvangi jafnt sem í lokuðum hópi. Málfrelsi felur hins vegar ekki í sér að menn eigi rétt á að nokkur gefi orðum þeirra gaum eða taki mark á þeim. Menn sem njóta málfrelsis mega mótmæla skoðunum okkar, hvetja aðra til að hlusta ekki á okkur eða trúa ekki því sem við segjum.

Siðferði krefst þess að menn gæti þess að segja satt, varist að bera út róg eða lygar um náungann og sýni kurteisi og tillitssemi. En það er alls ekki nein siðferðileg skylda að samþykkja skoðanir annarra eða jánka öllu sem sagt er. Ef einhver heldur fram skoðun sem ég álít að sé óskynsamleg og jafnvel hættuleg getur þvert á móti verið siðferðileg skylda mín að andmæla henni kröftuglega.

Þar sem er fullt málfrelsi leyfist mönnum að halda fram röngum skoðunum. Sá sem gerir þetta vísvitandi breytir þó rangt í siðferðilegum skilningi. Í flestum tilvikum er samt ekki um lögbrot að ræða og oftast lítið að óttast því málfrelsið leyfir öllum hinum að andmæla vitleysunni. Samkvæmt lögum er málfrelsi þó ekki svo algert að menn megi segja hvað sem er. Til dæmis er bannað að bera rangar sakir á aðra eða blekkja kaupanda með því að segja að gölluð vara sé í góðu lagi eða hringja í neyðarlínuna og ljúga því að slys hafi átt sér stað.

Nokkur orð um hvort leyfilegt sé að andmæla málfrelsi:

Bann við meiðyrðum og háskalegum blekkingum er lítt eða ekki umdeilt. Minni einhugur er hins vegar um ýmsar aðrar skorður við málfrelsi sem hafa verið leiddar í lög, til dæmis bann við niðrandi ummælum um kynþætti eða minnihlutahópa, eða við því að mæla með neyslu fíkniefna. Sjónarmið af þessu tagi hafa þó haft áhrif á löggjöf á seinni árum (samanber til dæmis 6. grein laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir númer 95 frá 2001 þar sem ýmisleg umfjöllun um einstakar tóbakstegundir er bönnuð).

Úr því Alþingi setur lög sem takmarka málfrelsi þá hlýtur að vera löglegt að mæla með slíkum takmörkunum og halda fram skoðunum í þá veru að þær skuli auknar. En þótt þetta sé tvímælalaust löglegt má efast um að það sé skynsamlegt eða siðferðilega rétt.

Ef skoðun er röng þá þarf varla að banna mönnum að halda henni fram. Það er hægt að andmæla henni með rökum sem duga til þess að fólk hafni henni. Ef rök duga ekki til að menn hafni skoðun þá er ástæðan oftast nær sú að rökin séu ekki fullkomlega sannfærandi og á því leiki vafi hvort skoðunin sé í raun og veru röng.

Í einhverjum tilvikum kann þó að vera um það að ræða að fólk vilji ekki hlusta (eða nenni ekki að hlusta) á rök og gíni þess vegna við vitleysu sem til eru fullgild rök gegn. Væntanlega hafa þeir sem vilja takmarka málfrelsi einkum í huga dæmi af þessu tagi og vilja þess vegna draga úr möguleikum einhverra (t.d. tóbaksframleiðenda eða kynþáttahatara) til að hafa áhrif á fólk með áróðri.

Ýmis rök mæla gegn því að takmarka málfrelsi á þeim forsendum að banna verði málflutning af einhverju tagi, því skynsamleg rök gegn honum dugi ekki eða nái ekki eyrum fólks. Í fyrsta lagi er hætta á að bann við því að halda fram einhverri skoðun verði til þess að mönnum þyki hún spennandi og merkileg og dáist að þeim sem brjóta bannið. Slíkt bann getur því allt eins haft þau áhrif að fylgi við vitlausa skoðun vaxi eins og að það minnki.

Í öðru lagi ber öllum (þar á meðal löggjafa) siðferðileg skylda til að koma fram við aðra menn sem vitsmunaverur og virða rétt þeirra til að vega og meta á eigin forsendum hverju skuli trúa og hverju ekki. Sé bannað að birta mönnum einhverja skoðun þá er þeim ekki treyst til að vega og meta rök í málinu og taka sjálfir skynsamlega afstöðu og þá má efast um að þeim sé sýnd sú virðing sem menn eiga að bera hver fyrir öðrum.

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

16.4.2002

Spyrjandi

Melkorka Mjöll

Tilvísun

Atli Harðarson. „Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2307.

Atli Harðarson. (2002, 16. apríl). Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2307

Atli Harðarson. „Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2307>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?
Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. Í báðum tilvikum er svarið: Já, það er í flestum tilvikum löglegt.

Nokkur orð um fyrri skilninginn:

Málfrelsi felur í sér að menn megi segja hvað sem þeir vilja bæði í ræðu og riti, á opinberum vettvangi jafnt sem í lokuðum hópi. Málfrelsi felur hins vegar ekki í sér að menn eigi rétt á að nokkur gefi orðum þeirra gaum eða taki mark á þeim. Menn sem njóta málfrelsis mega mótmæla skoðunum okkar, hvetja aðra til að hlusta ekki á okkur eða trúa ekki því sem við segjum.

Siðferði krefst þess að menn gæti þess að segja satt, varist að bera út róg eða lygar um náungann og sýni kurteisi og tillitssemi. En það er alls ekki nein siðferðileg skylda að samþykkja skoðanir annarra eða jánka öllu sem sagt er. Ef einhver heldur fram skoðun sem ég álít að sé óskynsamleg og jafnvel hættuleg getur þvert á móti verið siðferðileg skylda mín að andmæla henni kröftuglega.

Þar sem er fullt málfrelsi leyfist mönnum að halda fram röngum skoðunum. Sá sem gerir þetta vísvitandi breytir þó rangt í siðferðilegum skilningi. Í flestum tilvikum er samt ekki um lögbrot að ræða og oftast lítið að óttast því málfrelsið leyfir öllum hinum að andmæla vitleysunni. Samkvæmt lögum er málfrelsi þó ekki svo algert að menn megi segja hvað sem er. Til dæmis er bannað að bera rangar sakir á aðra eða blekkja kaupanda með því að segja að gölluð vara sé í góðu lagi eða hringja í neyðarlínuna og ljúga því að slys hafi átt sér stað.

Nokkur orð um hvort leyfilegt sé að andmæla málfrelsi:

Bann við meiðyrðum og háskalegum blekkingum er lítt eða ekki umdeilt. Minni einhugur er hins vegar um ýmsar aðrar skorður við málfrelsi sem hafa verið leiddar í lög, til dæmis bann við niðrandi ummælum um kynþætti eða minnihlutahópa, eða við því að mæla með neyslu fíkniefna. Sjónarmið af þessu tagi hafa þó haft áhrif á löggjöf á seinni árum (samanber til dæmis 6. grein laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir númer 95 frá 2001 þar sem ýmisleg umfjöllun um einstakar tóbakstegundir er bönnuð).

Úr því Alþingi setur lög sem takmarka málfrelsi þá hlýtur að vera löglegt að mæla með slíkum takmörkunum og halda fram skoðunum í þá veru að þær skuli auknar. En þótt þetta sé tvímælalaust löglegt má efast um að það sé skynsamlegt eða siðferðilega rétt.

Ef skoðun er röng þá þarf varla að banna mönnum að halda henni fram. Það er hægt að andmæla henni með rökum sem duga til þess að fólk hafni henni. Ef rök duga ekki til að menn hafni skoðun þá er ástæðan oftast nær sú að rökin séu ekki fullkomlega sannfærandi og á því leiki vafi hvort skoðunin sé í raun og veru röng.

Í einhverjum tilvikum kann þó að vera um það að ræða að fólk vilji ekki hlusta (eða nenni ekki að hlusta) á rök og gíni þess vegna við vitleysu sem til eru fullgild rök gegn. Væntanlega hafa þeir sem vilja takmarka málfrelsi einkum í huga dæmi af þessu tagi og vilja þess vegna draga úr möguleikum einhverra (t.d. tóbaksframleiðenda eða kynþáttahatara) til að hafa áhrif á fólk með áróðri.

Ýmis rök mæla gegn því að takmarka málfrelsi á þeim forsendum að banna verði málflutning af einhverju tagi, því skynsamleg rök gegn honum dugi ekki eða nái ekki eyrum fólks. Í fyrsta lagi er hætta á að bann við því að halda fram einhverri skoðun verði til þess að mönnum þyki hún spennandi og merkileg og dáist að þeim sem brjóta bannið. Slíkt bann getur því allt eins haft þau áhrif að fylgi við vitlausa skoðun vaxi eins og að það minnki.

Í öðru lagi ber öllum (þar á meðal löggjafa) siðferðileg skylda til að koma fram við aðra menn sem vitsmunaverur og virða rétt þeirra til að vega og meta á eigin forsendum hverju skuli trúa og hverju ekki. Sé bannað að birta mönnum einhverja skoðun þá er þeim ekki treyst til að vega og meta rök í málinu og taka sjálfir skynsamlega afstöðu og þá má efast um að þeim sé sýnd sú virðing sem menn eiga að bera hver fyrir öðrum....