Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?

Emelía Eiríksdóttir

Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vinsælasti leikurinn. Í eight ball er ein hvít kúla og 15 litaðar kúlur. Af lituðu kúlunum er ein svört, sjö einlitar og sjö tvílitar. Biljarðborðin sem eight ball er spilað á eru útbúin sex holum og er tilgangurinn með leiknum að skjóta lituðu kúlunum í holurnar með hvítu kúlunni.

Biljarðborðin eru tvenns konar. Annars vegar þau sem hleypa öllum kúlunum niður í opið rými þar sem hægt er að nálgast kúlurnar að vild. Hins vegar þau sem hleypa einungis hvítu kúlunni niður í opna rýmið þar sem hægt að ná í hana en loka hinar kúlurnar inni í geymslurými eftir að þær detta niður um einhverja holuna. Í seinni tegundina af borðum þarf að setja mynt í til að sleppa kúlunum niður.

Hefðbundið biljarðborð.

Ýmsum aðferðum er beitt til að gera greinarmun á hvítu kúlunni og lituðu kúlunum:

  1. Hvíta kúlan er stærri en lituðu kúlurnar. Hún passar því ekki ofan í geymslurýmið og rennur niður í opna rýmið.
  2. Allar kúlurnar eru jafn stórar en hvíta kúlan er útbúin segli sem stjórnar hlera sem aðskilur opna rýmið og geymslurýmið. Í hleranum er málmur sem dregst að seglinum í hvítu kúlunni og lokar þannig aðganginum að geymslurýminu; hvíta kúlan endar því í opna rýminu.
  3. Þyngd hvítu kúlunnar er önnur en þyngd lituðu kúlnanna. Hvíta kúlan getur verið þyngri eða léttari en lituðu kúlurnar og því geta verið tvenns konar útgáfur af biljarðborðinu; a) borð sem opnar hlera að opna rýminu þegar hvíta kúlan er þyngri en lituðu kúlurnar eða b) borð sem opnar hlera að geymslurýminu þegar lituðu kúlurnar eru þyngri en hvíta kúlan.
  4. Biljarðborðið er útbúið leysiútbúnaði sem skynjar muninn á endurkasti leysiljóssins frá hvítu kúlunni og lituðu kúlunum, en hvíta kúlan endurkastar mestu ljósi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.6.2011

Spyrjandi

Davíð Þorgeirsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2011, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23094.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 3. júní). Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23094

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2011. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að láta hvítu kúluna fara aðra leið en lituðu kúlurnar þegar hún fer ofan í holu á biljarðborði?
Biljarður eða ballskák er samheiti yfir nokkrar tegundir leikja þar sem kjuði er notaður til að skjóta kúlum á sérstöku biljarðborði. Til þessara leikja heyra til dæmis snóker og pool, sem er útbreiddasti biljarðleikurinn. Pool má síðan flokka í nokkra undirleiki eins og nine ball og eight ball, sem er líklega vinsælasti leikurinn. Í eight ball er ein hvít kúla og 15 litaðar kúlur. Af lituðu kúlunum er ein svört, sjö einlitar og sjö tvílitar. Biljarðborðin sem eight ball er spilað á eru útbúin sex holum og er tilgangurinn með leiknum að skjóta lituðu kúlunum í holurnar með hvítu kúlunni.

Biljarðborðin eru tvenns konar. Annars vegar þau sem hleypa öllum kúlunum niður í opið rými þar sem hægt er að nálgast kúlurnar að vild. Hins vegar þau sem hleypa einungis hvítu kúlunni niður í opna rýmið þar sem hægt að ná í hana en loka hinar kúlurnar inni í geymslurými eftir að þær detta niður um einhverja holuna. Í seinni tegundina af borðum þarf að setja mynt í til að sleppa kúlunum niður.

Hefðbundið biljarðborð.

Ýmsum aðferðum er beitt til að gera greinarmun á hvítu kúlunni og lituðu kúlunum:

  1. Hvíta kúlan er stærri en lituðu kúlurnar. Hún passar því ekki ofan í geymslurýmið og rennur niður í opna rýmið.
  2. Allar kúlurnar eru jafn stórar en hvíta kúlan er útbúin segli sem stjórnar hlera sem aðskilur opna rýmið og geymslurýmið. Í hleranum er málmur sem dregst að seglinum í hvítu kúlunni og lokar þannig aðganginum að geymslurýminu; hvíta kúlan endar því í opna rýminu.
  3. Þyngd hvítu kúlunnar er önnur en þyngd lituðu kúlnanna. Hvíta kúlan getur verið þyngri eða léttari en lituðu kúlurnar og því geta verið tvenns konar útgáfur af biljarðborðinu; a) borð sem opnar hlera að opna rýminu þegar hvíta kúlan er þyngri en lituðu kúlurnar eða b) borð sem opnar hlera að geymslurýminu þegar lituðu kúlurnar eru þyngri en hvíta kúlan.
  4. Biljarðborðið er útbúið leysiútbúnaði sem skynjar muninn á endurkasti leysiljóssins frá hvítu kúlunni og lituðu kúlunum, en hvíta kúlan endurkastar mestu ljósi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...