Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:29 • Sest 08:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:52 • Síðdegis: 14:01 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?

Guðrún Kvaran

Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða ljóð Hafsteins þegar átt er við Hannes Hafstein. Í íslensku beygjast sérnöfn ekki síður en samnöfn í öllum föllum. Undantekning er umfjöllun um Halldór Laxness. Þá er mjög oft notast við ættarnafnið eitt og sagt ,,í verkum Laxness".

Þegar erlend eftirnöfn eru notuð í íslenskum texta er eðlilegt að þau lagi sig að íslensku beygingarkerfi eins og unnt er. Sjaldan eru þau þó beygð í öðrum föllum en eignarfalli. Erlend eftirnöfn í íslenskum textum jafngilda nokkurn veginn íslenskum eiginnöfnum. Þess vegna er talað um hugmyndir (Marteins) Lúthers og (Immanuels) Kants, alveg eins og talað er um hugmyndir Jóns (Arasonar) og Þorsteins (Gylfasonar), en ekki um hugmyndir (Marteins) Lúther og (Immanuel(s)) Kant. Hins vegar kemur hugmynd frá Lúther (ekki Lútheri) eða Kant (en ekki Kanti).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2002

Spyrjandi

Arnar Gíslason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2002. Sótt 14. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2313.

Guðrún Kvaran. (2002, 17. apríl). Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2313

Guðrún Kvaran. „Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2002. Vefsíða. 14. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?
Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða ljóð Hafsteins þegar átt er við Hannes Hafstein. Í íslensku beygjast sérnöfn ekki síður en samnöfn í öllum föllum. Undantekning er umfjöllun um Halldór Laxness. Þá er mjög oft notast við ættarnafnið eitt og sagt ,,í verkum Laxness".

Þegar erlend eftirnöfn eru notuð í íslenskum texta er eðlilegt að þau lagi sig að íslensku beygingarkerfi eins og unnt er. Sjaldan eru þau þó beygð í öðrum föllum en eignarfalli. Erlend eftirnöfn í íslenskum textum jafngilda nokkurn veginn íslenskum eiginnöfnum. Þess vegna er talað um hugmyndir (Marteins) Lúthers og (Immanuels) Kants, alveg eins og talað er um hugmyndir Jóns (Arasonar) og Þorsteins (Gylfasonar), en ekki um hugmyndir (Marteins) Lúther og (Immanuel(s)) Kant. Hins vegar kemur hugmynd frá Lúther (ekki Lútheri) eða Kant (en ekki Kanti).

...