Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?

Jón Már Halldórsson

Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fáein ár var hann fluttur í sædýrasafn í Oregon í Bandaríkjunum. Þaðan var hann svo fluttur á haustmánuðum 1998 til Íslands og hefur verið í Klettsvík við Heimaey síðan.

Ekki er að fullu ljóst af hverju bakuggi Keikos er boginn. Slíkir bakuggar eru algengir meðal háhyrninga sem eru hafðir í dýragörðum og þekkjast einnig meðal villtra háhyrninga.

Kannski er skýringuna að finna í sundmynstri háhyrninga sem hafðir eru í takmörkuðu rými. Oftast synda þeir sama hringinn aftur og aftur með þeim afleiðingum að bakugginn bognar vegna viðnáms vatnsins. Einnig er mögulegt að bakugginn bogni vegna þess að háhyrningar í sundlaugum eða kvíum eyða miklum tíma í vatnsyfirborðinu. Það gerir það að verkum að háhyrningarnir fá ekki stuðning frá vatninu og með tímanum bognar bakugginn vegna aðdráttarafls jarðar. Villtir háhyrningar eyða aftur á móti miklum tíma neðansjávar við veiðar og fá því stuðning vatnsins.

Í bakuggum háhyrninga er stoðgrindin úr brjóski sem er mun sveigjanlegra efni en bein. Bognir bakuggar eru algengari meðal karlháhyrninga en bakuggar karldýranna eru hærri og þríhyrnings-lagaðri en bakuggar kvenháhyrninga.

Myndin af Keikó er fengin á vefsetri bandaríska dagblaðsins USA TODAY

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.4.2002

Spyrjandi

Hildur Rúnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2002, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2315.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. apríl). Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2315

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2002. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?
Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fáein ár var hann fluttur í sædýrasafn í Oregon í Bandaríkjunum. Þaðan var hann svo fluttur á haustmánuðum 1998 til Íslands og hefur verið í Klettsvík við Heimaey síðan.

Ekki er að fullu ljóst af hverju bakuggi Keikos er boginn. Slíkir bakuggar eru algengir meðal háhyrninga sem eru hafðir í dýragörðum og þekkjast einnig meðal villtra háhyrninga.

Kannski er skýringuna að finna í sundmynstri háhyrninga sem hafðir eru í takmörkuðu rými. Oftast synda þeir sama hringinn aftur og aftur með þeim afleiðingum að bakugginn bognar vegna viðnáms vatnsins. Einnig er mögulegt að bakugginn bogni vegna þess að háhyrningar í sundlaugum eða kvíum eyða miklum tíma í vatnsyfirborðinu. Það gerir það að verkum að háhyrningarnir fá ekki stuðning frá vatninu og með tímanum bognar bakugginn vegna aðdráttarafls jarðar. Villtir háhyrningar eyða aftur á móti miklum tíma neðansjávar við veiðar og fá því stuðning vatnsins.

Í bakuggum háhyrninga er stoðgrindin úr brjóski sem er mun sveigjanlegra efni en bein. Bognir bakuggar eru algengari meðal karlháhyrninga en bakuggar karldýranna eru hærri og þríhyrnings-lagaðri en bakuggar kvenháhyrninga.

Myndin af Keikó er fengin á vefsetri bandaríska dagblaðsins USA TODAY

...