Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða spendýr lifir lengst?

Það spendýr sem nær að jafnaði hæstum aldri er maðurinn (latína Homo sapiens). Ævilengd mannsins, ef allt gengur að óskum, er 70 til 90 ár. Hins vegar taka sjúkdómar, vannæring, styrjaldir og slys óneitanlega stóran toll af mannafla heimsins. Elstu menn sögunnar hafa hins vegar náð meira en 115 ára aldri og er nokkuð víst að ekkert annað spendýr hefur náð svo háum aldri.

Það spendýr sem næst kemur manninum hvað varðar langlífi er asíski fíllinn (l. Elephas maximus). Fjölmörg staðfest dæmi eru um að einstaklingar þessarar tegundar hafi náð meira en 70 ára aldri.Gömul fílskýr af tegundinni Elephas maximus.

Myndin er tekin af vefsetrinu www.seaworld.org

Útgáfudagur

18.4.2002

Spyrjandi

Hannes Marteinsson
Brynjar Bergsteinsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða spendýr lifir lengst? “ Vísindavefurinn, 18. apríl 2002. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2316.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. apríl). Hvaða spendýr lifir lengst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2316

Jón Már Halldórsson. „Hvaða spendýr lifir lengst? “ Vísindavefurinn. 18. apr. 2002. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2316>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.